Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2021 15:19 Frá minnisvarða um Kursk og áhöfn kafbátsins í Murmansk. Getty/Lev Fedoseyev Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov. Rússland NATO Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov.
Rússland NATO Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira