Enski boltinn

Búið að hafa samband við Valverde um að taka við United til bráðabirgða

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ernesto Valverde þjálfaði Barcelona frá 2017 til 2020, en hann er nú orðaður við stöðu bráðabirgðarstjóra Manchester United.
Ernesto Valverde þjálfaði Barcelona frá 2017 til 2020, en hann er nú orðaður við stöðu bráðabirgðarstjóra Manchester United. vísir/getty

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er búið að hafa samband við fyrrverandi stjóra Barcelona, Ernesto Valverde, um að taka við liðinu út tímabilið eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara frá félaginu um helgina.

Valverde er einn af nokkrum sem koma til greina sem bráðabirgðastjóri liðsins út tímabilið, en forráðamenn United ætla sér ekki að ráða varanlegan stjóra fyrr en næsta sumar.

Þessi 57 ára Spánverji var síðast við stjórnvölin hjá Barcelona þar sem hann gerði þá að spænskum meisturum í tvígang áður en hann var látinn fara í janúar á síðasta ári.

Þá gerði hann Olympiakos einnig að grískum meisturum í þrígang, ásamt því að hafa þjálfað Espanyol, Valencia og Athletic Bilbao á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×