Enski boltinn

Conte vill fá Bailly

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eric Bailly hefur verið í aukahlutverki hjá Manchester United í vetur.
Eric Bailly hefur verið í aukahlutverki hjá Manchester United í vetur. getty/Matthew Peters

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, vill fá Eric Bailly, varnarmann Manchester United. 

Conte vill styrkja vörn Tottenham og horfir til Baillys. Fílbeinsstrendingurinn hefur fengið fá tækifæri hjá United á þessu tímabili og aðeins komið við sögu í þremur leikjum.

Bailly gæti því orðið fyrsti leikmaðurinn sem Conte kaupir til Tottenham. Hann tók við liðinu í byrjun þessa mánaðar.

United keypti Bailly frá Villarreal fyrir þrjátíu milljónir punda sumarið 2016. Hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla og aðeins leikið 109 leiki fyrir United.

Tottenham tapaði fyrir Musa frá Slóveníu, 2-1, í Sambandsdeild Evrópu í gær. Sigur Musa var mjög óvæntur en liðið var það lægst skrifaðasta í Sambandsdeildinni.

Tottenham er í 3. sæti G-riðils Sambandsdeildarinnar með sjö stig, jafn mörg og Vitesse Arnheim. Í lokaumferð riðlakeppninnar þarf Spurs að vinna topplið Rennes og treysta á að Mura taki að minnsta kosti stig gegn Vitesse til að komast í sextán liða úrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×