Enski boltinn

United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ralf Rangnick verður næsti knattspyrnustjóri Manchester United.
Ralf Rangnick verður næsti knattspyrnustjóri Manchester United. getty/Jan Woitas

Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick.

Þjóðverjinn hættir því sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lokomotiv Moskvu og tekur við sem knattspyrnustjóri United.

Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá þessu. Hann segir að Rangnick muni skrifa undir samning við United seint um helgina.

Rangnick stýrir United út tímabilið. Eftir það verður hann svo í ráðgjafarhlutverki hjá félaginu í tvö ár.

Michael Carrick hefur stýrt United síðan Ole Gunnari Solskjær var sagt upp störfum. Hann stýrði United í 0-2 sigrinum á Villarreal í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn og verður einnig á hliðarlínunni þegar United sækir Chelsea heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×