Enski boltinn

Newcastle frumsýnir nýja stjórann gegn Arsenal í dag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eddie Howe mun stýra Newcastla frá hliðarlínunni í fyrsta skipti í dag.
Eddie Howe mun stýra Newcastla frá hliðarlínunni í fyrsta skipti í dag. Serena Taylor/Getty Images

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, verður á hliðarlínunni í fyrsta skipti er liðið heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í hádegisleik dagsins. Howe gat ekki verið með liðinu gegn Brentford í seinustu umferð eftir að hafa greinst með veiruna skæðu.

Howe greindist með veiruna fyrir átta dögum, en samkvæmt sóttvarnarlögum á Englandi þarf fólk að fara í tíu daga sóttkví þegar það greinist með veiruna. Enkennin voru þó rakin lengra aftur í tímann og þjálfarinn er því laus úr sóttkví.

Hann skilaði inn neikvæði kórónuveiruprófi í gær, viku eftir að hann missti af leiknum gegn Brentford, og getur því komið sér vel fyrir á hliðarlínunni í dag.

Howe á erfitt verkefni fyrir höndum, en Newcastle situr í neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir tólf leiki og er enn í leit að sínum fyrsta sigri.

Arsenal situr í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig, en liðið tapaði illa gegn Liverpool í seinustu umferð. Fyrir það hafði liðið ekki tapað í átta leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×