Keane og Carra rifust um Cristiano Ronaldo en Neville skellihló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 08:01 Cristiano Ronaldo var mjög pirraður í leiknum á Stamford Bridge í gær enda ósáttur að þurfa að byrja þennan stórleik á bekknum. AP/Kirsty Wigglesworth Það var fjör í sjónvarpssalnum hjá Sky Sports eftir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan var Cristiano Ronaldo og það að sérfræðingarnir Roy Keane og Jamie Carragher voru mjög ósammála um hann og hans hlutskipti á Brúnni í gær. Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira