Rihanna gerð að þjóðhetju Barbados Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2021 18:34 Mia Mottley, forsætisráðherra er hér til vinstri, Rihanna er í miðjunni og left, and President of Barbados, Sandra Mason, forseti, til hægri. AP/Jeff Mitchell Tónlistarkonan og auðjöfurinn Ríhanna var í dag gerð að þjóðhetju Barbados. Var það gert á athöfn þar sem formlegum tengslum eyríkisins og bresku krúnunnar var formlega slitið. Athafnakonan var óvænt kölluð á svið við athöfnina og fékk hún heiðursnafnbótina frá Míu Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Fyrir hönd þakklátrar þjóðar, en stoltari fólks, veitum við þér hér með titilinn þjóðhetja Barbados, sendiherra Robyn Rihanna Fenty,“ sagi Mottley. Forsætisráðherrann sagðist vona að Rihanna héldi áfram að skína eins og demantur og heiðra þjóð sína. Mottley nefndi einnig að Rihanna væri af alþýðuættum og hefði fæðst stuttan spöl frá staðnum þar sem athöfnin fór fram í höfuðborginni Bridgetown Sjá einnig: Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina í dag. Hann óskaði eyríkinu velfarnaðar og ítrekaði áframhaldandi náin tengsl milli bresku krúnunnar og Barbados. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Þetta var í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár sem ríki ákvað að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn. Sjá einnig: Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem einhverjum er veittur þessi heiður í Barbados. Sá sem fékk titilinn síðast var krikket-spilarinn Garfield St. Aubrun Sobers. Barbados Tónlist Tengdar fréttir Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28 Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Sjá meira
Athafnakonan var óvænt kölluð á svið við athöfnina og fékk hún heiðursnafnbótina frá Míu Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Fyrir hönd þakklátrar þjóðar, en stoltari fólks, veitum við þér hér með titilinn þjóðhetja Barbados, sendiherra Robyn Rihanna Fenty,“ sagi Mottley. Forsætisráðherrann sagðist vona að Rihanna héldi áfram að skína eins og demantur og heiðra þjóð sína. Mottley nefndi einnig að Rihanna væri af alþýðuættum og hefði fæðst stuttan spöl frá staðnum þar sem athöfnin fór fram í höfuðborginni Bridgetown Sjá einnig: Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina í dag. Hann óskaði eyríkinu velfarnaðar og ítrekaði áframhaldandi náin tengsl milli bresku krúnunnar og Barbados. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Þetta var í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár sem ríki ákvað að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn. Sjá einnig: Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem einhverjum er veittur þessi heiður í Barbados. Sá sem fékk titilinn síðast var krikket-spilarinn Garfield St. Aubrun Sobers.
Barbados Tónlist Tengdar fréttir Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28 Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Sjá meira
Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28