Fylkismenn lögðu Kórdrengi í annað sinn Snorri Rafn Hallsson skrifar 1. desember 2021 15:31 Nú þegar öll lið hafa mæst í deildinni er önnur túrnering Vodafonedeildarinnar af þremur farin af stað. Í fyrsta leik áttundu umferðar í gærkvöldi mættust Fylkir og Kórdrengir í annað sinn. Fyrri leikurinn sem var sá fyrsti á tímabilinu var æsispennandi og þurft framlengingu til að gera út um leikinn sem að lokum fór 19-16 fyrir Fylki í Inferno. Síðan þá hefur hvorugu liðinu tekist að vinna leik og verma því þau botnsætin í deildinni. Spurningin fyrir leikinn var því hvort Kórdrengir næðu sér loksins í stig eða hvort Fylkir myndi endurtaka leikinn frá því síðast. Liðin mættust í Mirage kortinu þar sem Kórdrengir hefðu átt að hafa forskot vegna þess að kortið bíður upp á hraðan og árásargjarnan spilastíl, nokkuð sem Fylkismenn eru ekki þekktir fyrir. Sú breyting hafði orðið á liði Fylkis að Zerq var aftur mættur til leiks í stað Vikka sem hafði leyst hann af hólmi undanfarnar vikur. Kórdrengir höfðu betur í hnífalotunni og kusu að byrja leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Kórdrengir eru ekki þekktir fyrir sterka vörn og lentu þeir fljótlega 7-1 undir þar sem Fylkismenn voru iðnir við að ná fyrstu fellunum í lotunum og Andri2K gerði sig óþægilegan á B svæði til að halda Kórdrengjum uppteknum á meðan Fylkir sótti hratt upp miðjuna. Kórdrengir sneru þó vörn og sókn og náðu mun betri stjórn á miðjunni þar sem Blazter var sérlega fyrirferðarmikill og Snky lét finna fyrir sér á vappanum. Með því að tengja saman nokkar lotur í röð settu Kórdrengir loks saman öflugan hálfleik í vörninni og loka á sóknir Fylkis. Staða í hálfleik: Fylkir 7-8 Kórdrengir Meðbyr Kórdrengja entist skammt í síðari hálfleik. Fylkismenn jöfnuðu strax í fyrstu lotu þar sem Zerq náði þremur fellum. Liðin skiptust á næstu lotum en Fylkir stillti að lokum upp þéttri vörn sem Kórdrengir komust ekki í gegnum. Kórdrengir reyndu að þreifa eitthvað fyrir sér og breyta hraðanum en allt kom fyrir ekki. Fylkismenn gátu vopnast vel og dreifðust fellurnar jafnt á liðsmenn Fylkis á meðan Kórdrengir þurftu að reiða sig á einstaklingsframtak Blazters og Snky sem dugði þó skammt. Lokastaða: Fylkir 16 - 9 Kórdrengir Fylkir hefur tvöfaldað stigafjölda sinn með sigrinum á Kórdrengjum en situr enn sem fastast í sjöunda sæti deildarinnar. Í næstu viku mætir liðið Þórsurum, þriðjudaginn 7 desember. Þá taka Kórdrengir, sem enn eru stigalausir, á móti XY. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Fylkir Kórdrengir
Nú þegar öll lið hafa mæst í deildinni er önnur túrnering Vodafonedeildarinnar af þremur farin af stað. Í fyrsta leik áttundu umferðar í gærkvöldi mættust Fylkir og Kórdrengir í annað sinn. Fyrri leikurinn sem var sá fyrsti á tímabilinu var æsispennandi og þurft framlengingu til að gera út um leikinn sem að lokum fór 19-16 fyrir Fylki í Inferno. Síðan þá hefur hvorugu liðinu tekist að vinna leik og verma því þau botnsætin í deildinni. Spurningin fyrir leikinn var því hvort Kórdrengir næðu sér loksins í stig eða hvort Fylkir myndi endurtaka leikinn frá því síðast. Liðin mættust í Mirage kortinu þar sem Kórdrengir hefðu átt að hafa forskot vegna þess að kortið bíður upp á hraðan og árásargjarnan spilastíl, nokkuð sem Fylkismenn eru ekki þekktir fyrir. Sú breyting hafði orðið á liði Fylkis að Zerq var aftur mættur til leiks í stað Vikka sem hafði leyst hann af hólmi undanfarnar vikur. Kórdrengir höfðu betur í hnífalotunni og kusu að byrja leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Kórdrengir eru ekki þekktir fyrir sterka vörn og lentu þeir fljótlega 7-1 undir þar sem Fylkismenn voru iðnir við að ná fyrstu fellunum í lotunum og Andri2K gerði sig óþægilegan á B svæði til að halda Kórdrengjum uppteknum á meðan Fylkir sótti hratt upp miðjuna. Kórdrengir sneru þó vörn og sókn og náðu mun betri stjórn á miðjunni þar sem Blazter var sérlega fyrirferðarmikill og Snky lét finna fyrir sér á vappanum. Með því að tengja saman nokkar lotur í röð settu Kórdrengir loks saman öflugan hálfleik í vörninni og loka á sóknir Fylkis. Staða í hálfleik: Fylkir 7-8 Kórdrengir Meðbyr Kórdrengja entist skammt í síðari hálfleik. Fylkismenn jöfnuðu strax í fyrstu lotu þar sem Zerq náði þremur fellum. Liðin skiptust á næstu lotum en Fylkir stillti að lokum upp þéttri vörn sem Kórdrengir komust ekki í gegnum. Kórdrengir reyndu að þreifa eitthvað fyrir sér og breyta hraðanum en allt kom fyrir ekki. Fylkismenn gátu vopnast vel og dreifðust fellurnar jafnt á liðsmenn Fylkis á meðan Kórdrengir þurftu að reiða sig á einstaklingsframtak Blazters og Snky sem dugði þó skammt. Lokastaða: Fylkir 16 - 9 Kórdrengir Fylkir hefur tvöfaldað stigafjölda sinn með sigrinum á Kórdrengjum en situr enn sem fastast í sjöunda sæti deildarinnar. Í næstu viku mætir liðið Þórsurum, þriðjudaginn 7 desember. Þá taka Kórdrengir, sem enn eru stigalausir, á móti XY. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti