Mo Salah nálgast met Jamie Vardy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 16:31 Mohamed Salah á flugi í leiknum á móti Everton. AP/Jon Super Liverpool liðið hefur getað treyst á framlag frá Mohamed Salah síðustu mánuði og nú er svo komið að hann nálgast met í ensku úrvalsdeildinni. Salah var í gær fyrsti Liverpool maðurinn í rúm þrettán ár til að skora tvívegis á móti Everton á Goodison Park. Hann skoraði annað og þriðja mark liðsins í 4-1 sigri á nágrönnunum. 12 - @MoSalah has been directly involved in at least one goal in each of his last 12 Premier League appearances (11 goals, 7 assists), the third player to achieve that feat after Stan Collymore (12, March - August 1995) and Jamie Vardy (15, August - December 2015). Powerhouse.— OptaJoe (@OptaJoe) December 1, 2021 Síðastur til að skora tvennu á útivelli á móti Everton var Fernando Torres í september 2008. Salah er alls kominn með þrettán mörk og átta stoðsendingar í fjórtán leikjum í deildinni á þessari leiktíð. Salah er með fjögurra mark forskot á Jamie Vardy (9 mörk) á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar en í þriðja og fjórða sætinu eru síðan Liverpool mennirnir Diogo Jota (8 mörk) og Sadio Mané (7 mörk). Mohamed Salah's game by numbers vs. Everton:84.6% pass accuracy55 touches5 shots (most)2 goals (most)1 tackle1 ball recovery1 duel wonAnother finishing masterclass. pic.twitter.com/bFpz8wJxrz— Squawka Football (@Squawka) December 1, 2021 Salah er líka farinn að nálgast met Vardy í ensku úrvalsdeildinni. Vardy kom að sínum tíma að marki í fimmtán leikjum í röð frá ágúst til desember árið 2015. Salah hefur nú komið að marki með beinum hætti í síðustu tólf leikjum annaðhvort með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Hann er með ellefu mörk og sjö stoðsendingar í þessum tólf leikjum. Aðeins einn annar leikmaður hefur náð þessu síðan farið var að taka saman stoðsendingar í deildinni en Stan Collymore náði þessu líka í tólf leikjum í röð frá mars til ágúst 1995. Collymore lék þá bæði með Nottingham Forest og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Salah var í gær fyrsti Liverpool maðurinn í rúm þrettán ár til að skora tvívegis á móti Everton á Goodison Park. Hann skoraði annað og þriðja mark liðsins í 4-1 sigri á nágrönnunum. 12 - @MoSalah has been directly involved in at least one goal in each of his last 12 Premier League appearances (11 goals, 7 assists), the third player to achieve that feat after Stan Collymore (12, March - August 1995) and Jamie Vardy (15, August - December 2015). Powerhouse.— OptaJoe (@OptaJoe) December 1, 2021 Síðastur til að skora tvennu á útivelli á móti Everton var Fernando Torres í september 2008. Salah er alls kominn með þrettán mörk og átta stoðsendingar í fjórtán leikjum í deildinni á þessari leiktíð. Salah er með fjögurra mark forskot á Jamie Vardy (9 mörk) á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar en í þriðja og fjórða sætinu eru síðan Liverpool mennirnir Diogo Jota (8 mörk) og Sadio Mané (7 mörk). Mohamed Salah's game by numbers vs. Everton:84.6% pass accuracy55 touches5 shots (most)2 goals (most)1 tackle1 ball recovery1 duel wonAnother finishing masterclass. pic.twitter.com/bFpz8wJxrz— Squawka Football (@Squawka) December 1, 2021 Salah er líka farinn að nálgast met Vardy í ensku úrvalsdeildinni. Vardy kom að sínum tíma að marki í fimmtán leikjum í röð frá ágúst til desember árið 2015. Salah hefur nú komið að marki með beinum hætti í síðustu tólf leikjum annaðhvort með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Hann er með ellefu mörk og sjö stoðsendingar í þessum tólf leikjum. Aðeins einn annar leikmaður hefur náð þessu síðan farið var að taka saman stoðsendingar í deildinni en Stan Collymore náði þessu líka í tólf leikjum í röð frá mars til ágúst 1995. Collymore lék þá bæði með Nottingham Forest og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira