Enski boltinn

Mo Salah nálgast met Jamie Vardy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah á flugi í leiknum á móti Everton.
Mohamed Salah á flugi í leiknum á móti Everton. AP/Jon Super

Liverpool liðið hefur getað treyst á framlag frá Mohamed Salah síðustu mánuði og nú er svo komið að hann nálgast met í ensku úrvalsdeildinni.

Salah var í gær fyrsti Liverpool maðurinn í rúm þrettán ár til að skora tvívegis á móti Everton á Goodison Park. Hann skoraði annað og þriðja mark liðsins í 4-1 sigri á nágrönnunum.

Síðastur til að skora tvennu á útivelli á móti Everton var Fernando Torres í september 2008.

Salah er alls kominn með þrettán mörk og átta stoðsendingar í fjórtán leikjum í deildinni á þessari leiktíð.

Salah er með fjögurra mark forskot á Jamie Vardy (9 mörk) á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar en í þriðja og fjórða sætinu eru síðan Liverpool mennirnir Diogo Jota (8 mörk) og Sadio Mané (7 mörk).

Salah er líka farinn að nálgast met Vardy í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy kom að sínum tíma að marki í fimmtán leikjum í röð frá ágúst til desember árið 2015.

Salah hefur nú komið að marki með beinum hætti í síðustu tólf leikjum annaðhvort með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Hann er með ellefu mörk og sjö stoðsendingar í þessum tólf leikjum.

Aðeins einn annar leikmaður hefur náð þessu síðan farið var að taka saman stoðsendingar í deildinni en Stan Collymore náði þessu líka í tólf leikjum í röð frá mars til ágúst 1995. Collymore lék þá bæði með Nottingham Forest og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×