Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2021 10:25 Kunnuleg eru andlit þeirra rithöfunda sem raðað hafa sér efst á sölulista með bækur sínar. Nú, þegar Arnaldur sendir frá sér sögulega skáldsögu en ekki krimma, hefði mátt búast við meiri spennu um hásætið. En hann heldur fast um sína krúnu. Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Ragnar eru föst fyrir og Óttar Sveinsson býr að stórum og traustum hópi lesenda sem láta Útkallsbækurnar ekki fram hjá sér fara. Birgitta Haukdal gerir sér svo lítið fyrir og er með þrjár bækur á topp 20 - takk fyrir. Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. Fyrsti bóksölulisti sem Vísir birtir þessa jólabókavertíðina er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Listinn byggir á tölum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, bóksölu á öllum helstu sölustöðum landsins. Eins og fram hefur komið sendir Arnaldur Indriðason nú frá sér sögulega skáldsögu að þessu sinni og hvílir glæpasöguna. Skáldskapurinn á undir högg að sækja Bókaþjóðin er samkvæmt sölulistum ekki að gefa skáldsögum mikinn gaum. Einungis tvær skáldsögur eru á topp tuttugu lista yfir mest seldu bækurnar, ef frá eru taldar glæpasögur og barnabækur. En reyndar þarf ekki að leita lengra aftur en til ársins 2019 til að finna sambærilega stöðu á þessum tíma þannig að ástæðulaust er að örvænta strax fyrir hönd skáldskaparins. Arnaldur auk Hallgríms Helgasonar standa vaktina. Þeir hlutu báðir tilnefningu í gær til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. En þrátt fyrir þetta er óvenjulegt að ekki séu fleiri en þrjú íslensk skáldverk, fyrir utan glæpasögur á meðal 10 mest seldu skáldverka síðustu viku. Jólabókasalan virðist einfaldlega ekki alveg vera komin í fullan gang. Þjóðin ef til vill verið upptekin við að kaupa eitthvað annað en bækur á öllum þeim tilboðsdögum sem dunið hafa á okkur að undanförnu. Svarti folinn er bókin Fjárfestingar Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir stígur nú öruggum skrefum upp í hásæti íslenskra krimma, sem hafa einkennt bóksölu undanfarna tvo áratugi, með bók sína, Lok, lok og læs. Birgitta Haukdal gefur ekkert eftir en hún á þrjá titla inni á topp 20 listanum og tyllir sér fyrir ofan bæði Ævar Þór og Gunnar Helgason með tvær Lárubækur. Það eru ekki mörg seld eintök að baki hvers titils nema þeirra allra efstu og viðbúið að sitthvað kunni að breytast. Oftast er það svo að einn höfundur kemur á óvart, svonefndur Svartur foli, en vandséð á þessu stigi hver sá verður. Folinn sá frýsar enn við línuna. Það sem helst kemur á óvart nú er bókin Fjárfestingar eftir þær Anítu Rut Hilmarsdóttur, Kristínu Hildi Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur - greinilegt að fjölmargir Íslendingar eru að velta því fyrir sér hvernig best er að ávaxta sitt pund. Topp 20 listinn (Mest seldu bækurnar 1. - 29. nóvember 2021) 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Lára bakar - Birgitta Haukdal 4. Úti - Ragnar Jónasson 5. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 6. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 7. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 8. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 9. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 10. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 11. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan 12. Jómfrúin - Jakob E. Jakobsson 13. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 14. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 15. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 16. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 17. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 18. Jól með Láru - Birgitta Haukdal 19. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 20. Horfnar - Stefán Máni Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Lára bakar - Birgitta Haukdal 2. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 3. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 4. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 5. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 6. Jól með Láru - Birgitta Haukdal 7. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónss., Anna M. Marinósd. og Jón Baldur Hlíðberg 8. Orri óstöðvandi: Kapphlaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 9. Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 10. Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni - Sigrún Eldjárn Mest seldu skáldverkin 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan 6. Horfnar - Stefán Máni 7. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir 8. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 9. Vetrarfrí í Hálöndunum - Sarah Morgan 10. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 3. Jómfrúin - Jakob E. Jakobsson 4. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 5. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 6. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 7. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 8. Prjónabiblían - Gréta Sörensen 9. Tölum um hesta - Benedikt Líndal og Sigríður Ævarsdóttir 10. Gengið til rjúpna - Dúi J. Landmark Mest seldu ævisögurnar 1. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 2. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 3. Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson 4. 11.000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 5. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 6. Úr heljargreipum : saga Baldurs Freys - Baldur Freyr Einarsson 7. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 8. Minn hlátur er sorg : Ævisaga Ástu Sigurðardóttur - Friðrika Benónýsdóttir 9. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey - Friðrik G. Olgeirsson 10. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason Mest seldu bækur ársins: 1. janúar - 29. nóvember 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Palli Playstation - Gunnar Helgason 3. Undir 1000 kr. fyrir tvo - Áslaug Björg Harðardóttir 4. Bréfið - Kathryn Hughes 5. Lára bakar - Birgitta Haukdal 6. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 7. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 8. Rím og roms - Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn 9. Úti - Ragnar Jónasson 10. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams 11. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 12. Lífsbiblían : 50 lífslyklar, sögur og leyndarmál - Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir 13. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 14. Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 15. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 16. Litla bókabúðin við vatnið - Jenny Colgan 17. Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar - Einar Kárason 18. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 19. Dagbók Kidda klaufa 14 : brot og braml - Jeff Kinney 20. Handbók fyrir ofurhetjur - sjötti hluti: Vonlaust - Richard Osman Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Fyrsti bóksölulisti sem Vísir birtir þessa jólabókavertíðina er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Listinn byggir á tölum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, bóksölu á öllum helstu sölustöðum landsins. Eins og fram hefur komið sendir Arnaldur Indriðason nú frá sér sögulega skáldsögu að þessu sinni og hvílir glæpasöguna. Skáldskapurinn á undir högg að sækja Bókaþjóðin er samkvæmt sölulistum ekki að gefa skáldsögum mikinn gaum. Einungis tvær skáldsögur eru á topp tuttugu lista yfir mest seldu bækurnar, ef frá eru taldar glæpasögur og barnabækur. En reyndar þarf ekki að leita lengra aftur en til ársins 2019 til að finna sambærilega stöðu á þessum tíma þannig að ástæðulaust er að örvænta strax fyrir hönd skáldskaparins. Arnaldur auk Hallgríms Helgasonar standa vaktina. Þeir hlutu báðir tilnefningu í gær til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. En þrátt fyrir þetta er óvenjulegt að ekki séu fleiri en þrjú íslensk skáldverk, fyrir utan glæpasögur á meðal 10 mest seldu skáldverka síðustu viku. Jólabókasalan virðist einfaldlega ekki alveg vera komin í fullan gang. Þjóðin ef til vill verið upptekin við að kaupa eitthvað annað en bækur á öllum þeim tilboðsdögum sem dunið hafa á okkur að undanförnu. Svarti folinn er bókin Fjárfestingar Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir stígur nú öruggum skrefum upp í hásæti íslenskra krimma, sem hafa einkennt bóksölu undanfarna tvo áratugi, með bók sína, Lok, lok og læs. Birgitta Haukdal gefur ekkert eftir en hún á þrjá titla inni á topp 20 listanum og tyllir sér fyrir ofan bæði Ævar Þór og Gunnar Helgason með tvær Lárubækur. Það eru ekki mörg seld eintök að baki hvers titils nema þeirra allra efstu og viðbúið að sitthvað kunni að breytast. Oftast er það svo að einn höfundur kemur á óvart, svonefndur Svartur foli, en vandséð á þessu stigi hver sá verður. Folinn sá frýsar enn við línuna. Það sem helst kemur á óvart nú er bókin Fjárfestingar eftir þær Anítu Rut Hilmarsdóttur, Kristínu Hildi Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur - greinilegt að fjölmargir Íslendingar eru að velta því fyrir sér hvernig best er að ávaxta sitt pund. Topp 20 listinn (Mest seldu bækurnar 1. - 29. nóvember 2021) 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Lára bakar - Birgitta Haukdal 4. Úti - Ragnar Jónasson 5. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 6. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 7. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 8. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 9. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 10. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 11. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan 12. Jómfrúin - Jakob E. Jakobsson 13. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 14. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 15. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 16. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 17. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 18. Jól með Láru - Birgitta Haukdal 19. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 20. Horfnar - Stefán Máni Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Lára bakar - Birgitta Haukdal 2. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 3. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 4. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 5. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 6. Jól með Láru - Birgitta Haukdal 7. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónss., Anna M. Marinósd. og Jón Baldur Hlíðberg 8. Orri óstöðvandi: Kapphlaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 9. Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 10. Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni - Sigrún Eldjárn Mest seldu skáldverkin 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan 6. Horfnar - Stefán Máni 7. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir 8. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 9. Vetrarfrí í Hálöndunum - Sarah Morgan 10. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 3. Jómfrúin - Jakob E. Jakobsson 4. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 5. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 6. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 7. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 8. Prjónabiblían - Gréta Sörensen 9. Tölum um hesta - Benedikt Líndal og Sigríður Ævarsdóttir 10. Gengið til rjúpna - Dúi J. Landmark Mest seldu ævisögurnar 1. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 2. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 3. Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson 4. 11.000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 5. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 6. Úr heljargreipum : saga Baldurs Freys - Baldur Freyr Einarsson 7. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 8. Minn hlátur er sorg : Ævisaga Ástu Sigurðardóttur - Friðrika Benónýsdóttir 9. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey - Friðrik G. Olgeirsson 10. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason Mest seldu bækur ársins: 1. janúar - 29. nóvember 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Palli Playstation - Gunnar Helgason 3. Undir 1000 kr. fyrir tvo - Áslaug Björg Harðardóttir 4. Bréfið - Kathryn Hughes 5. Lára bakar - Birgitta Haukdal 6. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 7. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 8. Rím og roms - Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn 9. Úti - Ragnar Jónasson 10. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams 11. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 12. Lífsbiblían : 50 lífslyklar, sögur og leyndarmál - Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir 13. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 14. Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 15. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 16. Litla bókabúðin við vatnið - Jenny Colgan 17. Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar - Einar Kárason 18. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 19. Dagbók Kidda klaufa 14 : brot og braml - Jeff Kinney 20. Handbók fyrir ofurhetjur - sjötti hluti: Vonlaust - Richard Osman
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira