Enski boltinn

Rangnick má vinna en verður í stúkunni í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Ralf Rangnick ræðir við fjölmiðla á morgun og stýrir svo Manchester United í fyrsta sinn gegn Crystal Palace á Old Trafford á sunnudaginn.
Ralf Rangnick ræðir við fjölmiðla á morgun og stýrir svo Manchester United í fyrsta sinn gegn Crystal Palace á Old Trafford á sunnudaginn. Getty/Roland Krivec

Þjóðverjinn Ralf Rangnick er kominn með atvinnuleyfi í Bretlandi og getur því hafið störf sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Tilkynnt var um ráðningu Rangnicks í byrjun vikunnar en ekki var ljóst hvort að fyrsti leikur United undir hans stjórn yrði í kvöld gegn Arsenal eða gegn Crystal Palace á sunnudag.

Þrátt fyrir að Rangnick sé nú kominn með atvinnuleyfi, samkvæmt frétt Sky Sports, mun Michael Carrick stýra United í kvöld. Rangnick verður þó í stúkunni á Old Trafford og fylgist með.

Þjóðverjinn mun svo ræða við fjölmiðla á morgun, í fyrsta sinn eftir ráðninguna.

United hefur aðeins fengið fimm stig úr síðustu átta deildarleikjum sínum og er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leiki kvöldsins, með 18 stig úr 13 leikjum. Arsenal er í 5. sæti með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×