Tottenham blandar sér í baráttuna um Meistaradeildarsæti

Sindri Sverrisson skrifar
Heung-Min Son og Sergio Reguilon fagna seinna marki Tottenham sem sá fyrrnefndi skoraði og sá síðarnefndi lagði upp.
Heung-Min Son og Sergio Reguilon fagna seinna marki Tottenham sem sá fyrrnefndi skoraði og sá síðarnefndi lagði upp. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images

Tottenham Hotspur vann í kvöld góðan 2-0 siguer er liðið tók á móti nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti og á leik til góða.

Heimamenn í Tottenham byrjuðu leikinn betur og virtust líklegri til að verða fyrri til að brjóta ísinn.

Sú varð rauninn, því á 12. mínútu var staðan orðin 1-0. Sergi Canos varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Heung-Min Son.

Staðan var því 1-0 í hálfleik, en Son bætti sjálfur við öðru marki Tottenham á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Sergio Reguilon, og þar við sat.

Niðurstaðan varð 2-0 sigur heimamanna, en sigurinn lyftir þeimúr tíunda sæti deildarinnar og upp í það sjötta. Liðið er nú með 22 stig eftir 13 leiki, en Tottenham hefur spilað einum leik minna en liðin í kringum sig eftir að leik liðsins gegn Burnley var frestað um liðna helgi.

Brentfor situr hins vegar enn í 12. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira