Menning

Tuttugu og fimm íslenskir krimmar komu út í ár

Jakob Bjarnar skrifar
Glæpir eru Íslendingum hugleiknir. Það sýnir sig meðal annars á miklum áhuga landsmanna á glæpasögum.
Glæpir eru Íslendingum hugleiknir. Það sýnir sig meðal annars á miklum áhuga landsmanna á glæpasögum. Vísir/Vilhelm

Hið íslenska glæpafélag tilnefnir fimm glæpasögur til blóðdropans á fimmtudaginn.

Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur nú plægt sig í gegnum hvorki fleiri né færri en 23 krimma sem út komu á þessu ári og tilnefnt fimm úr þessum myndarlega bunka til Blóðdropans, verðlauna félagsins fyrir bestu glæpasögu ársins. Dómnefndina skipa þau Helga Birgisdóttir (formaður), Áslaug Óttarsdóttir og Snæbjörn Pálsson.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ævari Erni Jósepssyni foringja Hins íslenska glæpafélags, sem er félagsskapur áhugafólks um glæpasagnaskrif. Ekkert lát er á vinsældum þessarar bókmenntagreinar en það sýnir sig meðal annars á sölulistum sem Vísir birtir í hverri jólabókavertíð.

„Er þetta í fyrsta skipti sem við tilnefnum nokkra gæðakrimma í aðdraganda jóla í stað þess að hafa sögurnar bara allar í pottinum þar til sigurvegarinn er útnefndur að vori,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að flett verði ofan af þeim fimm sem helst eru grunuð um að hafa skrifað besta krimma ársins í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi fimmtudaginn 9. desember klukkan 17.00.

Krimmarnir sem um ræðir og eru undir í ár eru eftirfarandi, í stafrófsröð:

  • Dansarinn – Óskar Guðmundsson
  • Farangur – Ragnheiður Gestsdóttir
  • Hjálp! – Fritz Már Jörgensson
  • Höggið – Unnur Lilja Aradóttir
  • Horfnar – Stefán Máni
  • Hringferðin – Anna Margrét Sigurðardóttir
  • Hylurinn – Gróa Finnsdóttir
  • Jarðvísindakona deyr – Ingibjörg Hjartardóttir
  • Kópernika – Sölvi Björn Sigurðsson
  • Launsátur – Jónína Leósdóttir
  • Lok, lok og læs – Yrsa Sigurðardóttir
  • Mannavillt – Anna Ólafsdóttir Björnsson
  • Morðið við Huldukletta – Stella Blómkvist
  • Náhvít jörð – Lilja Sigurðardóttir
  • Rósa – Guðrún Sigríður Sæmundsen
  • Skaði – Sólveig Pálsdóttir
  • Skollaleikur: Saga um glæp – Ármann Jakobsson
  • Stúlkan með rauða hárið – Róbert Marvin
  • Út að drepa túrista – Þórarinn Leifsson
  • Úti – Ragnar Jónasson
  • Þegar nóttin sýnir klærnar – Ólafur Unnsteinsson
  • Þú sérð mig ekki – Eva Björg Ægisdóttir
  • Ættarmótið – Guðrún S. Guðlaugsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×