Grétar Rafn hættur hjá Everton Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 10:55 Grétar Rafn Steinsson lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2013 en hefur haldið áfram að starfa við fótboltann. Getty Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er hættur hjá Everton eftir að hafa starfað fyrir félagið frá árinu 2018. The Athletic greinir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir því að Grétar og yfirnjósnarinn Dan Purdy hafi ákveðið að hætta eftir að Hollendingurinn Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála, hætti í síðustu viku. Það var Brands sem réði Grétar til starfa á sínum tíma, fyrst sem yfirnjósnara vegna evrópskra leikmanna. Í fyrra var hann hækkaður í tign og hefur stýrt leikmannakaupum og þróun leikmanna félagsins (e. Head of recruitment and development). Brands og Grétar þekktust frá því að Brands var yfirmaður knattspyrnumála hjá AZ Alkmaar í Hollandi, þegar Grétar var leikmaður liðsins. Rafa Benítez var ráðinn knattspyrnustjóri Everton í sumar og hefur verið talinn valtur í sessi eftir að liðið lék átta leiki í röð án sigurs í ensku úrvalsdeildinni, og fékk úr þeim aðeins tvö stig. Liðið vann hins vegar góðan 2-1 sigur gegn Arsenal síðastliðinn mánudag og er í 12. sæti. Grétar, sem er 39 ára gamall, lagði knattspyrnuskóna á hilluna vegna meiðsla árið 2013. Hann lék 46 A-landsleiki og sem atvinnumaður í Sviss, Hollandi, Englandi og Tyrklandi. Eftir að ferlinum lauk starfaði Grétar um skamman tíma fyrir AZ Alkmaar áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá C-deildarliði Fleetwood Town í Englandi. Þaðan fór hann svo til Everton í desember 2018. Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
The Athletic greinir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir því að Grétar og yfirnjósnarinn Dan Purdy hafi ákveðið að hætta eftir að Hollendingurinn Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála, hætti í síðustu viku. Það var Brands sem réði Grétar til starfa á sínum tíma, fyrst sem yfirnjósnara vegna evrópskra leikmanna. Í fyrra var hann hækkaður í tign og hefur stýrt leikmannakaupum og þróun leikmanna félagsins (e. Head of recruitment and development). Brands og Grétar þekktust frá því að Brands var yfirmaður knattspyrnumála hjá AZ Alkmaar í Hollandi, þegar Grétar var leikmaður liðsins. Rafa Benítez var ráðinn knattspyrnustjóri Everton í sumar og hefur verið talinn valtur í sessi eftir að liðið lék átta leiki í röð án sigurs í ensku úrvalsdeildinni, og fékk úr þeim aðeins tvö stig. Liðið vann hins vegar góðan 2-1 sigur gegn Arsenal síðastliðinn mánudag og er í 12. sæti. Grétar, sem er 39 ára gamall, lagði knattspyrnuskóna á hilluna vegna meiðsla árið 2013. Hann lék 46 A-landsleiki og sem atvinnumaður í Sviss, Hollandi, Englandi og Tyrklandi. Eftir að ferlinum lauk starfaði Grétar um skamman tíma fyrir AZ Alkmaar áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá C-deildarliði Fleetwood Town í Englandi. Þaðan fór hann svo til Everton í desember 2018.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira