Eftir samtal við mann á öldrunarheimili sem sá eftir því að hafa verið leiðinlegur við fólk á lífsleiðinni, fór Ragnar að velta því fyrir sér hvort alvaran þyrfti alltaf að ráða för í ljósmynduninni eða hvort það mætti hafa gaman og taka myndir sem væru spaugilegar og vektu gleði.
„Mér finnst svolítið gaman að reyna að sjá eitthvað gerast sem gæti verið fyndið á mynd en sem er ekkert endilega fyndið þegar það gerist.“
Hægt er að horfa á frásögnina í heild sinni í lokaþætti RAX Augnablik þetta árið. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Má ekki stundum vera gaman? er tæpar sex mínútur að lengd.

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.