Ronaldo tryggði United þriðja sigurinn í röð 11. desember 2021 19:25 Cristiano Ronaldo skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu sinni í kvöld. Alex Pantling/Getty Images Manchester United hefur unnið seinustu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni, og er ósigrað í seinustu fjórum, eftir nauman 1-0 sigur gegn nýliðum Norwich í kvöld. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og nýliðarnir virtust í það minnsta ekki ólíklegri til að verða fyrri til að brjóta ísinn. Hvorugu liðinu tókst þó að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Norwich virtust svo líklegri aðilinn í seinni hálfleik, en David de Gea gerði oft á tíðum virkilega vel í marki United og sá til þess enn var markalaust. Þannig var það allt þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þegar Max Aarons togaði Cristiano Ronaldo niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en líkt og áður var David de Gea í stuði í markinu. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Manchester United sem lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum með 27 stig eftir 16 leiki. Norwich situr hins vegar enn sem fastast á botninum með tíu stig. Enski boltinn
Manchester United hefur unnið seinustu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni, og er ósigrað í seinustu fjórum, eftir nauman 1-0 sigur gegn nýliðum Norwich í kvöld. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og nýliðarnir virtust í það minnsta ekki ólíklegri til að verða fyrri til að brjóta ísinn. Hvorugu liðinu tókst þó að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Norwich virtust svo líklegri aðilinn í seinni hálfleik, en David de Gea gerði oft á tíðum virkilega vel í marki United og sá til þess enn var markalaust. Þannig var það allt þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þegar Max Aarons togaði Cristiano Ronaldo niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en líkt og áður var David de Gea í stuði í markinu. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Manchester United sem lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum með 27 stig eftir 16 leiki. Norwich situr hins vegar enn sem fastast á botninum með tíu stig.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti