Enski boltinn

Martial vill komast burt frá United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anthony Martial er ósáttur við bekkjarsetu hjá United og vill komast burt frá félaginu.
Anthony Martial er ósáttur við bekkjarsetu hjá United og vill komast burt frá félaginu. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images

Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial vill komast burt frá Manchester United þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Þetta staðfesti umboðsmaður leikmannsins í samtali við Sky Sports í dag, en Martial hefur verið í röðum United frá árinu 2015.

Martial ér ósáttur við spiltíma sinn á leiktíðinni og hefur áhuga á að skoða aðra möguleika í janúar. Hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og komið inn af varamannabekknum í öðrum fimm.

Frá því að leikmaðurinn gekk í raðir United hefur hann leikið 174 deildarleiki og skorað í þeim 56 mörk.

Martial skrifaði undir nýjan samning við félagið árið 2019, en sá samningur gildir fram til sumarsins 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×