Myndir af nýjum Mini leka á netið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. desember 2021 07:01 Ein af myndunum sem lak. Fengin af Twitter. Myndum af næstu kynslóð hins goðsagnakennda Mini hlaðbaks hefur verið lekið á netið. Þær birtust upprunalega í kínverskum fjölmiðlum en eru nú komnar í talsverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndirnar virðast teknar á einkarekinni prófunarstofu í Kína. Þónokkur fjöldi af frumgerðum virðist vera í prófunum hjá fyrirtækinu í felulitum. Einn bíll hefur verið myndaður án felulitanna. Útlit fjórðu kynslóðar flaggskips Mini sést þá vel. Myndunum var lekið skömmu eftir að Mini birti opinberar myndir af frumgerðinni fyrir næstu kynslóð sem sýndu smávægilegar breytingar í útliti. Opinberu myndirnar voru allar af bílnum í felulitum. New MINI @MINI@BMW @BMWGroup @GWMGlobal pic.twitter.com/GFq55Rw2ai— Greg Kable (@GregKable) December 10, 2021 Bíllinn er ekki væntanlegur fyrr en árið 2023, bíllinn mun vera búinn skilvirkum bensín og dísel vélum, þeir bílar verða framleiddir í Oxford, Bretlandi. Einnig verður hrein raf-útgáfa framleidd í verksmiðju Great Wall Motors í Kína. Great Wall Motors er samstarfsaðili BMW. Mini ætlar að vera búið að ljúka rafvæðingu sinni árið 2030. Svo virðist sem Mini hafi minnkað bílinn talsvert frá síðustu kynslóð. Eins gefa myndirnar góðar upplýsingar um hönnun innra rými bílsins. Blæjubíll verður smíðaður í Bretlandi frá og með árinu 2025. Ekkert hefur heyrst af áætlunum um fimm dyra útgáfu. Vistvænir bílar Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent
Myndirnar virðast teknar á einkarekinni prófunarstofu í Kína. Þónokkur fjöldi af frumgerðum virðist vera í prófunum hjá fyrirtækinu í felulitum. Einn bíll hefur verið myndaður án felulitanna. Útlit fjórðu kynslóðar flaggskips Mini sést þá vel. Myndunum var lekið skömmu eftir að Mini birti opinberar myndir af frumgerðinni fyrir næstu kynslóð sem sýndu smávægilegar breytingar í útliti. Opinberu myndirnar voru allar af bílnum í felulitum. New MINI @MINI@BMW @BMWGroup @GWMGlobal pic.twitter.com/GFq55Rw2ai— Greg Kable (@GregKable) December 10, 2021 Bíllinn er ekki væntanlegur fyrr en árið 2023, bíllinn mun vera búinn skilvirkum bensín og dísel vélum, þeir bílar verða framleiddir í Oxford, Bretlandi. Einnig verður hrein raf-útgáfa framleidd í verksmiðju Great Wall Motors í Kína. Great Wall Motors er samstarfsaðili BMW. Mini ætlar að vera búið að ljúka rafvæðingu sinni árið 2030. Svo virðist sem Mini hafi minnkað bílinn talsvert frá síðustu kynslóð. Eins gefa myndirnar góðar upplýsingar um hönnun innra rými bílsins. Blæjubíll verður smíðaður í Bretlandi frá og með árinu 2025. Ekkert hefur heyrst af áætlunum um fimm dyra útgáfu.
Vistvænir bílar Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent