Gerrard: „Við töpuðum á vafasömu víti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 17:45 Steven Gerrard þakkar Jürgen Klopp fyrir leikinn. Gerrard var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum. Clive Brunskill/Getty Images Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, snéri aftur á heimaslóðir þegar lið hans heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 1-0 tap, en segir að vítaspyrnan sem Salah skoraði úr hafi verið vafasöm. „Mér fannst Liverpool heilt yfir betra liðið í dag,“ sagði Gerrard að leik loknum. „Þeirra stíll var betri en okkar, en við gerðum virkilega vel að halda aftur að þeim á löngum köflum í leiknum.“ „Þegar allt kemur til alls þá ræðst leikurinn á einu víti. Það voru tvö atvik þar sem hefði verið hægt að dæma víti í dag og Liverpool fékk sitt víti. Ef þú horfir á það aftur, þá braut Salah á Mings fyrst.“ Eins og áður segir var Gerrard þó nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn virkilega vel mönnuðu liði Liverpool. „Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar maður tapar fótboltaleikjum. Við vissum að þetta yrði flókið verkefni því þú þarft að fylgja straumnum fyrstu 20-25 mínúturnar gegn liðum eins og Liverpool. Við enduðum leikinn betur, með meiri trú og nokkur fín tækifæri.“ Gerrard minntist á tvö atvik þar sem hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu, en það seinna kom undir lok leiksins þegar Alisson kom í úthlaup og virtist mögulega brjóta á Danny Ings. „Ef að handleggur kemur nálægt Alisson þá er það brot, þannig að af hverju fær Ings ekki brotið?“ velti Gerrard fyrir sér. „Þetta eru spurningar sem ég vill fá svör við, en ég get ekki svarað þeim núna.“ Gerrard livid with officials who didn't check Danny Ings' penalty incident. "If an arm goes anywhere near Alisson, it’s a foul. So why isn’t a foul given for Danny Ings? They are the questions I’d like answering, but I can’t answer them right now." #AVFC— Ashley Preece (@PreeceObserver) December 11, 2021 Knattspyrnustjórinn viðurkenndi þó að sennilega hefði hann átt að láta vaða aðeins fyrr til að freista þess að jafna leikinn, en að það sé erfitt gegn liði sem refsar þér jafn grimmilega og Liverpool. „Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að setja meira púður í sóknina aðeins fyrr, en þú verður að vera varkár gegn liði eins og Liverpool svo að þeir skori ekki mark númer tvö, þrjú eða fjögur. Við töpuðum á vafasömu víti því að ef þú horfir almennilega á þetta þá var brotið fyrst á Tyrone [Mings]. Það sem er svekkjandi er að dómarinn fór ekki að skoða þetta.“ Að lokum hrósaði Gerrard sínu liði fyrir ákveðni og áræðni sína í leiknum og segir að hægt sé að byggja á frammistöðunni í næsta leik. „Þegar við horfum á ákveðnina og áræðnina sem leikmennirnir sýndu þá gæti ég ekki verið ánægðari eða stoltari. Við eigum erfiðan leik gegn Norwich í miðri viku og þar er tækifæri fyrir okkur að koma til baka og ná í jákvæð úrslit,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira
„Mér fannst Liverpool heilt yfir betra liðið í dag,“ sagði Gerrard að leik loknum. „Þeirra stíll var betri en okkar, en við gerðum virkilega vel að halda aftur að þeim á löngum köflum í leiknum.“ „Þegar allt kemur til alls þá ræðst leikurinn á einu víti. Það voru tvö atvik þar sem hefði verið hægt að dæma víti í dag og Liverpool fékk sitt víti. Ef þú horfir á það aftur, þá braut Salah á Mings fyrst.“ Eins og áður segir var Gerrard þó nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn virkilega vel mönnuðu liði Liverpool. „Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar maður tapar fótboltaleikjum. Við vissum að þetta yrði flókið verkefni því þú þarft að fylgja straumnum fyrstu 20-25 mínúturnar gegn liðum eins og Liverpool. Við enduðum leikinn betur, með meiri trú og nokkur fín tækifæri.“ Gerrard minntist á tvö atvik þar sem hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu, en það seinna kom undir lok leiksins þegar Alisson kom í úthlaup og virtist mögulega brjóta á Danny Ings. „Ef að handleggur kemur nálægt Alisson þá er það brot, þannig að af hverju fær Ings ekki brotið?“ velti Gerrard fyrir sér. „Þetta eru spurningar sem ég vill fá svör við, en ég get ekki svarað þeim núna.“ Gerrard livid with officials who didn't check Danny Ings' penalty incident. "If an arm goes anywhere near Alisson, it’s a foul. So why isn’t a foul given for Danny Ings? They are the questions I’d like answering, but I can’t answer them right now." #AVFC— Ashley Preece (@PreeceObserver) December 11, 2021 Knattspyrnustjórinn viðurkenndi þó að sennilega hefði hann átt að láta vaða aðeins fyrr til að freista þess að jafna leikinn, en að það sé erfitt gegn liði sem refsar þér jafn grimmilega og Liverpool. „Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að setja meira púður í sóknina aðeins fyrr, en þú verður að vera varkár gegn liði eins og Liverpool svo að þeir skori ekki mark númer tvö, þrjú eða fjögur. Við töpuðum á vafasömu víti því að ef þú horfir almennilega á þetta þá var brotið fyrst á Tyrone [Mings]. Það sem er svekkjandi er að dómarinn fór ekki að skoða þetta.“ Að lokum hrósaði Gerrard sínu liði fyrir ákveðni og áræðni sína í leiknum og segir að hægt sé að byggja á frammistöðunni í næsta leik. „Þegar við horfum á ákveðnina og áræðnina sem leikmennirnir sýndu þá gæti ég ekki verið ánægðari eða stoltari. Við eigum erfiðan leik gegn Norwich í miðri viku og þar er tækifæri fyrir okkur að koma til baka og ná í jákvæð úrslit,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira