Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 11:15 Til stóð að námurnar yrðu ekki langt frá bænum Narsaq. Getty Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet. Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet.
Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00