Ranieri vill að sínir menn verði eins og „ísmenn“ inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 17:00 Claudio Ranieri sést hér vera að stýra liði Watford á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robin Jones Claudio Ranieri hefur einfalda uppskrift fyrir sína leikmenn í Watford ætli liðið að bjarga sér frá falli úr deildinni næsta vor. Watford liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Knattspyrnustjóri Watford segir eina leiðin fyrir sína menn sé að missa ekki trúna á það að vinnusemi skili árangri inn á vellinum. „Ég þekki bara eitt meðal og það er að leggja mikið á sig og trúa á sjálfan sig,“ sagði Claudio Ranieri. Watford er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en í þriðja sæti sitja einmitt næstu mótherjar liðsins í Burnley. "We have to be ice men on the pitch." Watford boss Claudio Ranieri says his players have to keep composure on the pitch amid the pressure of the relegation battle, ahead of their trip to Burnley tomorrow. pic.twitter.com/0dqzTegXzu— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2021 „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Nálgunin er alltaf sú sama og við ætlum ekki að breyta okkar hugmyndafræði. Ég veit að þetta verður mikil barátta því Burnley er lið sem hefur aldrei neitt eftir fyrr en að leikurinn er flautaður af. Þetta verður góður og mikill baráttuleikur,“ sagði Ranieri. „Ég segi alltaf við mína leikmenn að spila til sigurs en að það sé líka mikilvægt að þeir tapi ekki. Það er mín hugmyndafræði. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast í hverjum leik og þú verður því að berjast til sigurs en þú verður um leið að sýna þau klókindi að tapa ekki leikjum sem þú getur ekki unnið. Við þurfum að vera eins og ísmenn inn á vellinum,“ sagði Ranieri. Í liði Burnley er náttúrulega eini raunverulegi Ísmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eða Jóhann Berg Guðmundsson. Það tengist þó örugglega lítið ummælum Ranieri fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Watford liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Knattspyrnustjóri Watford segir eina leiðin fyrir sína menn sé að missa ekki trúna á það að vinnusemi skili árangri inn á vellinum. „Ég þekki bara eitt meðal og það er að leggja mikið á sig og trúa á sjálfan sig,“ sagði Claudio Ranieri. Watford er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en í þriðja sæti sitja einmitt næstu mótherjar liðsins í Burnley. "We have to be ice men on the pitch." Watford boss Claudio Ranieri says his players have to keep composure on the pitch amid the pressure of the relegation battle, ahead of their trip to Burnley tomorrow. pic.twitter.com/0dqzTegXzu— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2021 „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Nálgunin er alltaf sú sama og við ætlum ekki að breyta okkar hugmyndafræði. Ég veit að þetta verður mikil barátta því Burnley er lið sem hefur aldrei neitt eftir fyrr en að leikurinn er flautaður af. Þetta verður góður og mikill baráttuleikur,“ sagði Ranieri. „Ég segi alltaf við mína leikmenn að spila til sigurs en að það sé líka mikilvægt að þeir tapi ekki. Það er mín hugmyndafræði. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast í hverjum leik og þú verður því að berjast til sigurs en þú verður um leið að sýna þau klókindi að tapa ekki leikjum sem þú getur ekki unnið. Við þurfum að vera eins og ísmenn inn á vellinum,“ sagði Ranieri. Í liði Burnley er náttúrulega eini raunverulegi Ísmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eða Jóhann Berg Guðmundsson. Það tengist þó örugglega lítið ummælum Ranieri fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti