Enski boltinn

Skoraði í hundraðasta leiknum í annað skipti á ferlinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Riyad Mahrez varð í gær fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi til að skora í sínum hundraðasta leik fyrir tvö mismunandi félög.
Riyad Mahrez varð í gær fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi til að skora í sínum hundraðasta leik fyrir tvö mismunandi félög. Michael Regan/Getty Images

Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, skoraði eitt af sjö mörkum liðsins í stórsigri gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var að spila sinn hundraðasta deildarleik fyrir félagið, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann skorar í sínum hundraðasta leik.

Mahrez skoraði nefnilega einnig í sínum hundraðasta leik fyrir Leicester, en hann lék með liðinu frá 2014 til 2018 áður en hann gekk í raðir Manchester City.

Alsíringurinn er þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í sínum hundraðasta leik fyrir tvö mismunandi félög.

Mahrez lék á sínum tíma 158 deildarleiki fyrir Leicester og skoraði í þeim 42 mörk. Með liðinu vann hann fyrsta Englandsmeistaratitilinn í sögu félagsins áður en hann gekk í raðir City þar sem hann hefur skorað 30 mörk í 100 deildarleikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×