Glænýr bóksölulisti: Drottningin veltir kónginum úr sessi Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 07:01 Óneitanlega eru það kunnugleg andlit höfunda sem eru með þær bækur sem skipa topp fimm fyrir söluhæstu bækurnar 7.-13. desember. Yrsa Sigurðardóttir, Arnaldur Indriðason, Ragnar Jónasson, Hallgrímur Helgason og Bjarni Fritzson. Aðeins er rúm vika til jóla og línur teknar að skýrast. En samt ekki. vísir Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir lagði sjálfan Arnald Indriðason, konung glæpasögunar sem ríkt hefur á toppi bóksölulista mörg undanfarin ár, þessa vikuna í keppninni miklu um mest seldu bókina. Þjóðin er sem sagt ekki alfarið tilbúin að sleppa hátíðarspennulestri sínum en fylgir þó Arnaldi vel inn af stað inn í heim bókmenntanna, hann leiðir enn listann yfir mest seldu bækur ársins. Sem er vitaskuld aðallistinn þegar upp er staðið og stefnir í æsispennandi keppni um toppsætið þar. Glæpasögurnar hafa fagurbókmenntirnar undir Nú þegar rétt rúm vika er til jóla er heldur betur farið að hitna í kolum hvað varðar bóksölu. Eins og Vísir sagði af fyrir viku stefndi í æsispennandi keppni milli þeirra Yrsu og Arnaldar eins og nú er komið á daginn. Fyrir lá að Arnaldur gæti verið að hætta krúnunni með því að bregða af vananum og senda frá sér sögulega skáldsögu en ekki krimma eins og oftast undanfarin tuttugu árin. Vogaður leikur og verður athyglisvert að sjá hvað verður. Sé litið til skáldverka, en það er jafnan flokkur sem vekur athygli bókaþjóðarinnar, þá bítast Hallgrímur Helgason og Ragnar Jónasson um næstu tvö sæti listans þar. Ragnar hefur vinninginn vikuna en Hallgrímur hefur verið að sækja í sig veðrið og spennandi að sjá hvernig sá slagur endar. Stefán Máni er að gera gott mót í fimmta sætinu þar og í því 18. yfir sölu bóka allra flokka. Og spennusögurnar sigra fagurbókmenntirnar, ef svo má segja, eina ferðina enn en af þeim fimm skáldverkum sem sitja á topp 20 listanum eru þrjár spennusögur og tvö skáldverk. Örn skilur Dag eftir í bensínbrælu og rykmekki Svarti foli þessarar jólabókavertíðar virðist ætla að reynast þessi bók. Og vilji menn rýna í sölulista, spá og spekúlera má lesa eitt og annað (misjafnlega vafasamt) í þá staðreynd. JPV gefur út en bókin er sérstaklega tileinkuð bílum og bílamönnum. Á lista yfir 20 mest seldu bækurnar eru mörg kunnugleg nöfn svo sem Bjarni Fritzson sem má heldur betur vel við una í þriðja og sjöunda sætinu. Óttar Sveinsson hefur mörg undanfarin ár verið með bók á topp tíu lista yfir mest seldu bækurnar og barnabókahöfundar, sem á tímabili voru farnir að velja glæpasagnahöfundum undir uggum, eru í öruggu sætum með sínar bækur: Birgitta Haukdal, Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson. Einn nýr titill stekkur inn í keppnina um svarta fola þessarar vertíðar – óvæntasta sölubókin. Það er Bílamenning Arnar Sigurðssonar, akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum. Hún situr þessa vikuna situr í 11. sæti aðallistans og hefur verið að fikra sig upp listann á liðnum vikum. Sem gætu, yfirfærð á komandi borgarstjórnarkosningar, talist slæm tíðindi fyrir Dag B. Eggertsson sem sendi frá sér gagnmerka bók um Reykjavík þar sem eitt stefið er borgarlínan og þétting byggðar. Hann hefur ekki átt sama láni að fagna með sína Nýju Reykjavík og bílamaðurinn Arnar meðal bókakaupenda. En hér er líklega verið að teygja sig fulllangt í túlkunum á bóksölulistunum sem afar gaman er að spá í. Mest seldu bækurnar 7. - 13. des 2021 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 4. Úti - Ragnar Jónasson 5. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 6. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 7. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson 8. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 9. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 10. Lára bakar - Birgitta Haukdal 11. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 12. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 13. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 14. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 15. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 16. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 17. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 18. Horfnar - Stefán Máni 19. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 20. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson Mest seldu skáldverkin 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Horfnar - Stefán Máni 6. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 7. Merking - Fríða Ísberg 8. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir 9. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan 10. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 3. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 4. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 5. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 6. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 7. Bærinn brennur - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 8. Hringfarinn - Helga Guðrún Johnson / Kristján Gíslason 9. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 10. Sprakkar - Elisa Reid Mest seldu ævisögurnar 1. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 2. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 3. 11.000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 4. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 5. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 6. Minn hlátur er sorg : Ævisaga Ástu Sigurðardóttur - Friðrika Benónýsdóttir 7. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason 8. Völva Suðurnesja - Gunnar M. Magnúss 9. Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II - Sigrún Helgadóttir 10. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey - Friðrik G. Olgeirsson Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 2. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 4. Lára bakar - Birgitta Haukdal 5. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 6. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 7. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 8. Verum ástfangin af lífinu - Þorgrímur Þráinsson 9. Jólasyrpa 2021 - Walt Disney 10. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams Mest seldu bækur ársins: 1. janúar - 13. desember 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Lára bakar - Birgitta Haukdal 5. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 6. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 7. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 8. Palli Playstation - Gunnar Helgason 9. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 10. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 11. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 12. Undir 1000 kr. fyrir tvo - Áslaug Björg Harðardóttir 13. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 14. Bréfið - Kathryn Hughes 15. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 16. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams 17. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 18. Rím og roms - Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn 19. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 20. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06 Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25 Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þjóðin er sem sagt ekki alfarið tilbúin að sleppa hátíðarspennulestri sínum en fylgir þó Arnaldi vel inn af stað inn í heim bókmenntanna, hann leiðir enn listann yfir mest seldu bækur ársins. Sem er vitaskuld aðallistinn þegar upp er staðið og stefnir í æsispennandi keppni um toppsætið þar. Glæpasögurnar hafa fagurbókmenntirnar undir Nú þegar rétt rúm vika er til jóla er heldur betur farið að hitna í kolum hvað varðar bóksölu. Eins og Vísir sagði af fyrir viku stefndi í æsispennandi keppni milli þeirra Yrsu og Arnaldar eins og nú er komið á daginn. Fyrir lá að Arnaldur gæti verið að hætta krúnunni með því að bregða af vananum og senda frá sér sögulega skáldsögu en ekki krimma eins og oftast undanfarin tuttugu árin. Vogaður leikur og verður athyglisvert að sjá hvað verður. Sé litið til skáldverka, en það er jafnan flokkur sem vekur athygli bókaþjóðarinnar, þá bítast Hallgrímur Helgason og Ragnar Jónasson um næstu tvö sæti listans þar. Ragnar hefur vinninginn vikuna en Hallgrímur hefur verið að sækja í sig veðrið og spennandi að sjá hvernig sá slagur endar. Stefán Máni er að gera gott mót í fimmta sætinu þar og í því 18. yfir sölu bóka allra flokka. Og spennusögurnar sigra fagurbókmenntirnar, ef svo má segja, eina ferðina enn en af þeim fimm skáldverkum sem sitja á topp 20 listanum eru þrjár spennusögur og tvö skáldverk. Örn skilur Dag eftir í bensínbrælu og rykmekki Svarti foli þessarar jólabókavertíðar virðist ætla að reynast þessi bók. Og vilji menn rýna í sölulista, spá og spekúlera má lesa eitt og annað (misjafnlega vafasamt) í þá staðreynd. JPV gefur út en bókin er sérstaklega tileinkuð bílum og bílamönnum. Á lista yfir 20 mest seldu bækurnar eru mörg kunnugleg nöfn svo sem Bjarni Fritzson sem má heldur betur vel við una í þriðja og sjöunda sætinu. Óttar Sveinsson hefur mörg undanfarin ár verið með bók á topp tíu lista yfir mest seldu bækurnar og barnabókahöfundar, sem á tímabili voru farnir að velja glæpasagnahöfundum undir uggum, eru í öruggu sætum með sínar bækur: Birgitta Haukdal, Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson. Einn nýr titill stekkur inn í keppnina um svarta fola þessarar vertíðar – óvæntasta sölubókin. Það er Bílamenning Arnar Sigurðssonar, akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum. Hún situr þessa vikuna situr í 11. sæti aðallistans og hefur verið að fikra sig upp listann á liðnum vikum. Sem gætu, yfirfærð á komandi borgarstjórnarkosningar, talist slæm tíðindi fyrir Dag B. Eggertsson sem sendi frá sér gagnmerka bók um Reykjavík þar sem eitt stefið er borgarlínan og þétting byggðar. Hann hefur ekki átt sama láni að fagna með sína Nýju Reykjavík og bílamaðurinn Arnar meðal bókakaupenda. En hér er líklega verið að teygja sig fulllangt í túlkunum á bóksölulistunum sem afar gaman er að spá í. Mest seldu bækurnar 7. - 13. des 2021 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 4. Úti - Ragnar Jónasson 5. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 6. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 7. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson 8. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 9. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 10. Lára bakar - Birgitta Haukdal 11. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 12. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 13. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 14. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 15. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 16. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 17. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 18. Horfnar - Stefán Máni 19. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 20. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson Mest seldu skáldverkin 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Horfnar - Stefán Máni 6. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 7. Merking - Fríða Ísberg 8. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir 9. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan 10. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 3. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 4. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 5. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 6. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 7. Bærinn brennur - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 8. Hringfarinn - Helga Guðrún Johnson / Kristján Gíslason 9. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 10. Sprakkar - Elisa Reid Mest seldu ævisögurnar 1. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 2. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 3. 11.000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 4. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 5. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 6. Minn hlátur er sorg : Ævisaga Ástu Sigurðardóttur - Friðrika Benónýsdóttir 7. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason 8. Völva Suðurnesja - Gunnar M. Magnúss 9. Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II - Sigrún Helgadóttir 10. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey - Friðrik G. Olgeirsson Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 2. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 4. Lára bakar - Birgitta Haukdal 5. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 6. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 7. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal 8. Verum ástfangin af lífinu - Þorgrímur Þráinsson 9. Jólasyrpa 2021 - Walt Disney 10. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams Mest seldu bækur ársins: 1. janúar - 13. desember 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Lára bakar - Birgitta Haukdal 5. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 6. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 7. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 8. Palli Playstation - Gunnar Helgason 9. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 10. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 11. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 12. Undir 1000 kr. fyrir tvo - Áslaug Björg Harðardóttir 13. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 14. Bréfið - Kathryn Hughes 15. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 16. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams 17. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 18. Rím og roms - Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn 19. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 20. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson
Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06 Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25 Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06
Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25