Fullkomni framherjinn fyrir Liverpool kannski bara Svíi en ekki Norðmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 09:31 Alexander Isak spilar með sænska landsliðinu. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Fyrrum leikmaður Liverpool ráðleggur Jürgen Klopp að kaupa sænska landsliðsframherjann Alexander Isak. Stórliðin í ensku úrvalsdeildinni horfa mörg til norska framherjans Erling Braut Haaland en það gæti orðið mjög dýrt að ná í hann. Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, sér annað frábæran kost fyrir Liverpool nú þegar framherjalínan er farin að eldast og félagið þarf að ná sér í framtíðarmann. Enrique spilaði með Liverpool frá 2011 til 2016 en er frá Spáni. Þar hefur hann fylgst með framgöngu Svíans Alexanders Isak og hann er hrifinn. "He is a player, he s 22, a big lad, quick, strong, good one vs one, can play on the wings as well as a number nine, he defends."He's one of Europe's hottest prospects and ticks all the boxes. If Liverpool are going to spend big, he's the one https://t.co/uhg5e5g3VH— SPORTbible (@sportbible) December 16, 2021 Enrique er á því að svona stór og stæðilegur framherji gæti aukið möguleikana fyrir Klopp þegar kemur að sóknarleiðum Liverpool liðsins. Alexander Isak er enn bara 22 ára gamall en hann kom til Real Sociedad frá Borussia Dortmund árið 2019. Isak er með samning til ársins 2026 og það er talið kosta 80 milljónir punda að kaupa upp samninginn. Tölur Isak í vetur er ekkert frábærar en hann er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum. Enrique er aftur á móti viss um að þetta sé fullkominn leikmaður fyrir Liverpool liðið. „Fyrir mitt leyti þá er janúar mjög erfiður gluggi því stundum verða þetta oft örvæntingakaup. Það er samt einn leikmaður sem ég myndi reyna við og það er leikmaður sem getur spilað í öllum þremur framherjastöðunum,“ sagði Jose Enrique við Metro. „Ég elska Isak hjá Real Sociedad og þeir áttu að kaupa hann í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Sociedad,“ sagði Enrique. „Nú gæti verið erfitt að kaupa hann en ef þeir koma með réttu upphæðina þá er þetta alvöru leikmaður. Hann er 22 ára, stór strákur, fljótur, sterkur, góður einn á einn, getur spilað á báðum vængjum og sem nía og þá verst hann líka vel,“ sagði Enrique. „Það eru auðvitað margir möguleikar þarna út en fyrir mig þá ætti hann að vera fyrsti kostur,“ sagði Enrique og bætti við: „Isak er fullkomin kostur enda dæmigerð Liverpool kaup. Ungur leikmaður sem þarf ekki að eyða í meira en hundrað milljónir,“ sagði Enrique. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Stórliðin í ensku úrvalsdeildinni horfa mörg til norska framherjans Erling Braut Haaland en það gæti orðið mjög dýrt að ná í hann. Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, sér annað frábæran kost fyrir Liverpool nú þegar framherjalínan er farin að eldast og félagið þarf að ná sér í framtíðarmann. Enrique spilaði með Liverpool frá 2011 til 2016 en er frá Spáni. Þar hefur hann fylgst með framgöngu Svíans Alexanders Isak og hann er hrifinn. "He is a player, he s 22, a big lad, quick, strong, good one vs one, can play on the wings as well as a number nine, he defends."He's one of Europe's hottest prospects and ticks all the boxes. If Liverpool are going to spend big, he's the one https://t.co/uhg5e5g3VH— SPORTbible (@sportbible) December 16, 2021 Enrique er á því að svona stór og stæðilegur framherji gæti aukið möguleikana fyrir Klopp þegar kemur að sóknarleiðum Liverpool liðsins. Alexander Isak er enn bara 22 ára gamall en hann kom til Real Sociedad frá Borussia Dortmund árið 2019. Isak er með samning til ársins 2026 og það er talið kosta 80 milljónir punda að kaupa upp samninginn. Tölur Isak í vetur er ekkert frábærar en hann er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum. Enrique er aftur á móti viss um að þetta sé fullkominn leikmaður fyrir Liverpool liðið. „Fyrir mitt leyti þá er janúar mjög erfiður gluggi því stundum verða þetta oft örvæntingakaup. Það er samt einn leikmaður sem ég myndi reyna við og það er leikmaður sem getur spilað í öllum þremur framherjastöðunum,“ sagði Jose Enrique við Metro. „Ég elska Isak hjá Real Sociedad og þeir áttu að kaupa hann í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Sociedad,“ sagði Enrique. „Nú gæti verið erfitt að kaupa hann en ef þeir koma með réttu upphæðina þá er þetta alvöru leikmaður. Hann er 22 ára, stór strákur, fljótur, sterkur, góður einn á einn, getur spilað á báðum vængjum og sem nía og þá verst hann líka vel,“ sagði Enrique. „Það eru auðvitað margir möguleikar þarna út en fyrir mig þá ætti hann að vera fyrsti kostur,“ sagði Enrique og bætti við: „Isak er fullkomin kostur enda dæmigerð Liverpool kaup. Ungur leikmaður sem þarf ekki að eyða í meira en hundrað milljónir,“ sagði Enrique.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira