Enn að jafna sig af Covid en skoraði tvö Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 13:30 Kevin De Bruyne virðist nálgast sitt besta form en kveðst enn finna fyrir afleiðingum þess að smitast af Covid-19. EPA-EFE/Peter Powell Kevin De Bruyne segist enn finna fyrir afleiðingum þess að hafa smitast af kórónuveirunni, þrátt fyrir að hann hafi átt stórleik í 7-0 sigri Manchester City gegn Leeds á þriðjudaginn. De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira