Enski boltinn

Leik Leicester City og Tottenham frestað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane og félagar hjá Tottenham Hotspur hafa verið í vandræðum með veiruna.
Harry Kane og félagar hjá Tottenham Hotspur hafa verið í vandræðum með veiruna. Getty/Shaun Botterill

Enska úrvalsdeildin heldur áfram að fresta leikjum hjá Tottenham og nú verður ekkert að leik liðsins í kvöld.

Leikur Leicester City og Tottenham átti að hefjast klukkan 19.30 í kvöld en ensku miðlarnir segja frá því að honum verði frestað.

Þetta yrði þá fjórði leikurinn sem er frestað á síðustu dögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, sagði frá því á blaðamannafundi í gær að félagið hefði beðið um frestun til að félögin fái tíma til bregðast við fjölgunar smita.

Þetta verður annar leikur Tottenham sem er frestað vegna hópsmits innan félagsins en hinn var leikur liðsins á móti Brighton & Hove Albion um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×