Enski boltinn

Sjáðu túrbo þrumu Trent frá öllum sjónar­hornum: „Búinn að bíða í fimm ár“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold fagnar markinu sínu með Roberto Firmino á Anfield í gær.
Trent Alexander-Arnold fagnar markinu sínu með Roberto Firmino á Anfield í gær. AP/Jon Super

Trent Alexander-Arnold innsiglaði 3-1 sigur Liverpool á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær með stórglæsilegu marki.

Trent hefur aðallega verið að gefa stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni en að þessu sinni lét hann vaða sjálfur. Þetta var hans annað mark en hann er kominn með sjö stoðsendingar.

Þetta var líka upplagt tækifæri fyrir Trent til að halda upp á það að vera kosinn besti leikmaður nóvembermánaðar í ensku deildinni.

Hann var ekkert að hika þegar hann fékk boltann frá Roberto Firmino. Úr varð mark sem verður bara betra og betra í hvert skipti sem maður sér það.

„Ég var búin að bíða eftir svona marki í fimm ár. Ég hef fengið nokkur skotfæri fyrur utan teiginn en hef ekki náð að hitta hann. Núna hitti ég hann fullkomlega og það var gaman að horfa á eftir honum upp í hornið,“ sagði Trent Alexander-Arnold eftir leikinn.

Liverpool fólk var líka stolt af sínum uppalda Liverpool manni og markið hans fékk að njóta sína á samfélagsmiðlum Liverpool.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Liverpool setti inn á Instagram síðu sína en þar má sjá túrbo þrumuna hans Trent frá öllum sjónarhornum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×