Kane slapp við rautt því Robertson hoppaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:30 Paul Tierney sýnir Harry Kane gula spjaldið. Liverpool-menn vildu sjá annan lit á spjaldinu. epa/FACUNDO ARRIZABALAGA Harry Kane var ekki rekinn af velli fyrir brotið á Andy Robertson því Skotinn hoppaði þegar hann var tæklaður. The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00
Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40