Enski boltinn

Leeds fær sekt fyrir að hópast í kringum dómarann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ekkert hefur gengið hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu síðan Raphinha tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Crystal Palaca í lok nóvember.
Ekkert hefur gengið hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu síðan Raphinha tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Crystal Palaca í lok nóvember. George Wood/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur verið sektað um 20.000 pund eftir að leikmenn liðsins umkringdu dómarann í 3-2 tapi liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr í þessum mánuði.

Sektin samsvarar tæplega þrem og hálfri milljón íslenskra króna, en leikmenn Leeds misstu stjórn á skapi sínu þegar Chris Kavanagh, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma. Þetta var þriðja vítaspyrna leiksins, og sú önnur sem dæmd var á Leeds, en Jorginho tryggði Chelsea sigurinn úr umræddri vítaspyrnu.

Gengi Leeds hefur ekki verið upp á marga fiska á yfirstandandi tímabili, en liðið situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir 18 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu kemur fram að Leeds viðurkenni að leikmenn liðsins hafi ekki hegðað sér eins og ætlast er til af þeim þegar þeir umkringdu dómara leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×