Merson líkir Bielsa við Wenger og segir hann eiga erfitt með að aðlagast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 22:31 Marcelo Bielsa er ekki með neitt plan B að mati Paul Merson. Nick Potts/PA Images via Getty Images Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins og núverandi sparkspekingur, hefur líkt Marcelo Bielsa, þjálfara Leeds, við Arsene Wenger, en það eru þó ekki endilega góðar ástæður á bakvið samlíkinguna. Merson segir að Bielsa sé tregur til að breyta skipulagi liðsins þegar illa gengur og segir Wenger hafa verið eins undir lok síns þjálfaraferils. „Þessi þrjóska í Bielsa að halda sig alltaf við sama leikkerfið minnir mig mikið á seinustu ár Wenger hjá Arsenal,“ sagði Merson á Sky Sports. „Ég man þegar ég var að fjalla um leik Manchester United gegn Arsenal árið 2011. Arsenal mætti á Old Trafford með laskað lið og við töluðum allir um það uppi í stúdíói að Wenger þyrfti að breyta til og að hann gæti ekki látið liðið spila eins og ef allar stjörnurnar væru með.“ „En hvað gerði Wenger? Hann mætti, spilaði sama kerfi, og Arsenal tapaði leiknum 8-2. Ég mun aldrei gleyma þessu og þetta er nákvæmlega það sem ég er að sjá hjá Leeds undir Bielsa núna.“ Merson Says: Bielsa reminding me of Wenger pic.twitter.com/YQY5Vjr3pj— Futball News (@FutballNews_) December 20, 2021 Leeds hefur ekki unnið í seinustu fjórum deildarleikjum sínum og í seinustu tveim hefur liðið fengið á sig ellefu mörk. Liðið tapaði 7-0 gegn Manchester City fyrir tæpri viku og 4-1 gegn Arsenal á laugardaginn. „Þeir mættu Manchester City með enga leikmenn, en spiluðu nákvæmlega eins og þeir gera alltaf og þetta var vandræðalegt. Ég vorkenndi leikmönnunum. Þjálfarinn verður að hafa eitthvað annað plan þegar hann þarf á því að halda.“ „Leeds hafa verið algjörlega rassskelltir þegar þeim vantar nokkra af lykilmönnunum sínum, en þjálfarinn þarf að breyta til. Hann þarf að sætta sig við það að án þessara leikmanna þarf liðið að spila öðruvísi, koma sér fyrir aftan boltann, og gera andstæðingnum erfitt fyrir.“ „Ég meina, Arsenal var að klikka á dauðafærum á Elland Road og það voru varla fimm mínútur liðnar af leiknum. Það segir okkur allt sem við þurfum að vita.“ Þrátt fyrir slæmt gengi Leeds að undanförnu sér Merson þó ekki fyrir sér að liðið sé í fallhættu. „Ég sé þá ekki falla, ekki séns. Þeir eru að fá lykilmenn til baka úr meiðslum bráðlega og það er undir þeim komið að snúa genginu við.“ Það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá Leeds er að ég elska að horfa á þá spila, en það er ekki nógu gott. Sem hlutlaus aðdáandi þá elska ég að horfa á þá af því að þú veist að þú ert að fara að sjá skemmtilegan fótboltaleik. En það er ekki nógu gott, sérstaklega ekki þegar þú ert ekki að vinna fótboltaleiki,“ sagði Merson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Merson segir að Bielsa sé tregur til að breyta skipulagi liðsins þegar illa gengur og segir Wenger hafa verið eins undir lok síns þjálfaraferils. „Þessi þrjóska í Bielsa að halda sig alltaf við sama leikkerfið minnir mig mikið á seinustu ár Wenger hjá Arsenal,“ sagði Merson á Sky Sports. „Ég man þegar ég var að fjalla um leik Manchester United gegn Arsenal árið 2011. Arsenal mætti á Old Trafford með laskað lið og við töluðum allir um það uppi í stúdíói að Wenger þyrfti að breyta til og að hann gæti ekki látið liðið spila eins og ef allar stjörnurnar væru með.“ „En hvað gerði Wenger? Hann mætti, spilaði sama kerfi, og Arsenal tapaði leiknum 8-2. Ég mun aldrei gleyma þessu og þetta er nákvæmlega það sem ég er að sjá hjá Leeds undir Bielsa núna.“ Merson Says: Bielsa reminding me of Wenger pic.twitter.com/YQY5Vjr3pj— Futball News (@FutballNews_) December 20, 2021 Leeds hefur ekki unnið í seinustu fjórum deildarleikjum sínum og í seinustu tveim hefur liðið fengið á sig ellefu mörk. Liðið tapaði 7-0 gegn Manchester City fyrir tæpri viku og 4-1 gegn Arsenal á laugardaginn. „Þeir mættu Manchester City með enga leikmenn, en spiluðu nákvæmlega eins og þeir gera alltaf og þetta var vandræðalegt. Ég vorkenndi leikmönnunum. Þjálfarinn verður að hafa eitthvað annað plan þegar hann þarf á því að halda.“ „Leeds hafa verið algjörlega rassskelltir þegar þeim vantar nokkra af lykilmönnunum sínum, en þjálfarinn þarf að breyta til. Hann þarf að sætta sig við það að án þessara leikmanna þarf liðið að spila öðruvísi, koma sér fyrir aftan boltann, og gera andstæðingnum erfitt fyrir.“ „Ég meina, Arsenal var að klikka á dauðafærum á Elland Road og það voru varla fimm mínútur liðnar af leiknum. Það segir okkur allt sem við þurfum að vita.“ Þrátt fyrir slæmt gengi Leeds að undanförnu sér Merson þó ekki fyrir sér að liðið sé í fallhættu. „Ég sé þá ekki falla, ekki séns. Þeir eru að fá lykilmenn til baka úr meiðslum bráðlega og það er undir þeim komið að snúa genginu við.“ Það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá Leeds er að ég elska að horfa á þá spila, en það er ekki nógu gott. Sem hlutlaus aðdáandi þá elska ég að horfa á þá af því að þú veist að þú ert að fara að sjá skemmtilegan fótboltaleik. En það er ekki nógu gott, sérstaklega ekki þegar þú ert ekki að vinna fótboltaleiki,“ sagði Merson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira