Enski boltinn

Gary Neville segir að besta bakvarðarpar sögunnar spili nú með Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold og  Andy Robertson fagna hér marki saman en þeir eru duglegir að búa til mörk fyrir liðið þrátt fyrir að spila sem bakverðir.
Trent Alexander-Arnold og  Andy Robertson fagna hér marki saman en þeir eru duglegir að búa til mörk fyrir liðið þrátt fyrir að spila sem bakverðir. EPA-EFE/Peter Powell

Manchester United bakvörðurinn Gary Neville var tilbúinn að viðurkenna það að ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni sem með betra bakvarðartvíeyki en Liverpool. Ekkert lið í dag og ekkert lið heldur í sögunni.

Neville hrósaði þeim Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson mikið en hann gekk svo langt að lýsa því yfir að þeir séu besta bakvarðarparið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég held að ég hafi ekki séð bakvarðarpar í ensku úrvalsdeildinni sem eru jafngóðir saman og þessir tveir. Hvernig þeir ná saman inn á vellinum, hvernig þeir spila leikinn. Það er hrein unun að fylgjast með þeim,“ sagði Garry Neville.

„Robertson er mjög stöðugur og gerir allt vel. Hann verst vel og er mikill keppnismaður,“ sagði Neville.

„Alexander-Arnold er einstakt fyrirbæri þegar kemur að sendingum. Það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður hjá bakverði,“ sagði Neville.

„Það er í sama klassa og De Bruyne, Beckham og Gerrard en þeir eru allir sóknarmenn. Hann er að spila sem hægri bakvörður og ég get ekki gefið honum meira hrós en það,“ sagði Neville.

„Það er ótrúlegt að sjá hvað þessir tvær koma með til liðsins. Það er furðulegt í mínum augum. Ég ólst upp þegar menn sögðu: Leyfið bakvörðunum að vera með boltann. Það er ekki hægt að leyfa þessum tveimur að vera með boltann,“ sagði Neville.

Neville líkti þeim meðal annars við Brasilíumennina Cafu og Roberto Carlos. Það er óhætt að segja að hann sé hrifinn.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræði bakvarðanna tveggja í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool. Saman hafa þeir gefið 81 stoðsendingu og skoraði fimmtán mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×