Enski boltinn

Tottenham og Chelsea í undanúrslit deildabikarsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Antonio Conte fagnar í kvöld.
Antonio Conte fagnar í kvöld. vísir/Getty

Lundúnarliðin Tottenham og Chelsea eru komin áfram í enska deildabikarnum.

Tottenham mætti West Ham í Lundúnarslag á Tottenham leikvangnum og þar var fyrsti hálftími leiksins viðburðaríkur. 

Steven Bergwijn opnaði markareikninginn fyrir Tottenham á 29.mínútu en Jarrod Bowen var fljótur að svara fyrir gestina og jafnaði metin á 32.mínútu.

Tottenham náði forystunni fljótt aftur því Lucas Moura skoraði á 34.mínútu. Eftir þessa markasúpu á fimm mínútna kafla var ekkert meira skorað og Tottenham því komið áfram.

Á sama tíma var Chelsea í heimsókn hjá Brentford. Leikurinn markalaus allt þar til á 80.mínútu þegar Pontus Jansson, varnarmaður Brentford, skoraði sjálfsmark. Skömmu síðar gulltryggði Jorginho sigur Chelsea með marki úr vítaspyrnu. Lokatölur 0-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×