Enski boltinn

Fimmtán leikjum í neðri deildum Englands frestað vegna veirunnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sheffield United mun ekki leika gegn Preston North End á öðrum degi jóla eins og til stóð.
Sheffield United mun ekki leika gegn Preston North End á öðrum degi jóla eins og til stóð. Jason Cairnduff - Pool/Getty Images

Kórónuveiran heldur áfram að leika íþróttalífið grátt, en nú þegar hefur verið ákveðið að fresta fimmtán leikjum í neðri deildum Englands sem áttu að fara fram á öðrum degi jóla.

Fjórir af þessum fimmtán frestuðu leikjum eru í ensku 1. deildinni, en fyrr í dag var greint frá því að tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem áttu að fara fram á öðrum degi jóla yrði frestað.

Það eru viðureignir Cardiff og Coventry, Stoke og Barnsley, Peterborough og Reading og að lokum Preston og Sheffield United.

Samtök neðri deilda á Englandi, EFL, segir þó að deildirnar og bikarkeppnir muni halda áfram þar sem hægt er að tryggja öryggi leikmanna og starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×