Enski boltinn

Jólaleikjum frestað í ensku úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool fá örlítið frí um jólin.
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool fá örlítið frí um jólin. Peter Powell/PA Images via Getty Images

Leikjum Liverpool og Leeds annars vegar, og Wolves og Watford hins vegar, sem áttu að fara fram á öðrum degi jóla hefur verið frestað.

Ákvörðunin um að fresta leikjunum var tekin í samráði við ensku úrvalsdeildina. Í tilkynningu á Twitter-reikningi Liverpool kemur fram að fjöldi kórónuveirusmita hafi greinst í herbúðum Leeds, og á Twitter-reikningi Wolves er sagt frá því að andstæðingar þeirra hafi farið fram á að leiknum yrði frestað.

Enn sem komið er eru þetta einu tveir leikirnir sem áttu að fara fram á öðrum degi jóla í ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið frestað. Báðir áttu þeir að hefjast klukkan 12:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×