Enski boltinn

Elanga framlengir við Manchester United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anthony Elanga verður í herbúðum Manchester United næstu árin.
Anthony Elanga verður í herbúðum Manchester United næstu árin. Clive Brunskill/Getty Images

Sænski knattspyrnumaðurinn Anthony Elanga fékk nýjan samning við Menchester United í jólagjöf í gær. Þessi 19 ára kanntmaður skrifað undir samning til ársins 2026, með möguleika á eins árs framlengingu.

Elanga hefur leikið fimm leiki fyrir aðallið United eftir að hann gekk til liðs við Manchester-liðið aðeins 12 ára gamall. Í þessum fimm leikjum hefur hann skorað eitt mark, en það kom í 2-1 sigri liðsins gegn Wolves á seinustu leiktíð, í öðrum byrjunarliðsleik sínum.

Hann kom einnig inn á sem varamaður gegn Crystal Palace á dögunum í fyrsta leik liðsins undir stjórn bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick.

Elanga leikur einnig U-21 árs landsliði Svíþjóðar þar sem hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum.

„Mitt helsta markmið hefur alltaf verið að spila fyrir Manchester United,“ sagði Elanga í samtali við opinbera heimasíðu félagsins. „Væntingarnar hérna eru gríðarlega háar, en þessi samningur er önnur mikilvæg stund á mínum ferli.“

„Þetta er hið fullkomna umhverfi til að taka næsta skref, með heimsklassa leikmönnum og þjálfurum til að læra af á hverjum degi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×