Enski boltinn

Átti að fá fyrsta tækifærið í átta ár en greindist með veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þrátt fyrir að vera orðinn 26 ára leikur Lewis Baker með U-23 ára liði Chelsea um þessar mundir.
Þrátt fyrir að vera orðinn 26 ára leikur Lewis Baker með U-23 ára liði Chelsea um þessar mundir. Clive Howes - Chelsea FC/Chelsea FC via Getty Images

Enski knattspyrnumaðurinn Lewis Baker átti að fá sitt fyrsta tækifæri hjá Chelsea í tæp átta ár þegar liðið heimsótti Brentford í ensku deildarbikarnum síðastliðinn miðvikudag.

Hann þurfti hins vegar að draga sig úr leikmannahópnum þar sem að hann greindist með kórónuveiruna.

Baker gekk til liðs við Chelsea árið 2005, þá aðeins níu ára gamall. Hann fór í gegnum unglingastarf liðsins og í janúar árið 2014 lék hann sinn fyrsta og eina leik hingað til fyrir félagið þegar hann kom inn á sem varamaður á 87. mínútu í 2-0 sigri gegn Derby í FA bikarnum.

Síðan þá hefur hann verið á láni hjá hinum ýmsu félögum. Þar á meðal eru lið á borð við Leeds, Middlesbrough, Vitesse og nú síðast Trabzonspor.

Það er því óhætt að tala um að langþráð tækifæri væri að birtast þessum 26 ára miðjumanni þegar hann var valinn í byrjunarlið Chelsea í vikunni. En eins og flestir ættu að vera farnir að vita er veiran brellin og brögðótt og hún sá til þess að Baker þarf að bíða eitthvað lengur eftir sínu tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×