Enski boltinn

Launakröfur Vlahovic gætu fælt ensku félögin frá

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dusan Vlahovic verður eftirsóttur þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.
Dusan Vlahovic verður eftirsóttur þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Alessandro Sabattini/Getty Images

Framherjinn Dusan Vlahovic verður án efa einn eftirsóttasti bitinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar, en Serbinn hefur verið sjóðandi heitur með Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Manchester City, Arsenal, Chelsea og Tottenham eru meðal þeirra liða sem sögð eru fylgjast náið með Vlahovic, en auk þess eru fleiri félög utan Englands sem hafa áhuga á að tryggja sér þjónustu framherjans stæðilega.

Forráðamenn Fiorentina hafa gefið það út að Vlahovic verði ekki seldur fyrir minna en 70 milljónir punda. Þá er Vlahovic sjálfur sagður krefjast þess að fá í það minnsta 200 þúsund pund í laun vikulega, en sú upphæð, auk kaupverðsins, gæti fælt félögin í ensku úrvalsdeildinni frá því að fjáfesta í honum.

Hinn 21 árs Vlahovic hefur ítrekað verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City, en Pep Guardiola gaf það út á dögunum að liðið myndi ekki fjárfesta í framherja í janúar, þrátt fyrir það að Ferran Torres sé á leið frá félaginu til Barcelona.

Vlahovic hefur skorað 19 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum fyrir Fiorentina á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×