Enski boltinn

Vieira með veiruna og verður ekki með gegn Tottenham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vieira á hliðarlínunni er Crystal Palace tók á móti Tottenham í byrjun september.
Vieira á hliðarlínunni er Crystal Palace tók á móti Tottenham í byrjun september. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Patick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, verður ekki að hliðarlínunni er liðið heimsækir Tottenham Hotspur í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Frá þessu var greint á Twitter-síðu Crystal Palace þar sem að kemur fram að Vieira sé nú í einangrun.

Fyrr í dag var greint frá því að mikil óvissa hefði ríkt fyrir leiknum, og frá því í gærkvöldi hafi verið alls kostar óvíst hvort að leikurinn myndi fara fram.

Bæði lið staðfesti hins vegar á opinberum Twitter-reikningum síðum að liðin myndu mætast á Tottenham Hotspur vellinum klukkan 15:00 eins og til stóð.

Það eru líklega fá lið í ensku úrvalsdeildinni sem Vieira hlakkar jafn mikið til að mæta og Tottenham. Vieira lék á sínum tíma í níu ár með erkifjendum Tottenham, Arsenal, og þykir að öllum líkindum fátt skemmtilegra en að vinna Norður-Lundúnaliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×