Enski boltinn

Leik Leeds og Aston Villa frestað vegna veirunnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Leeds fá lengra jólafrí en flestir aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar.
Leikmenn Leeds fá lengra jólafrí en flestir aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Mike Hewitt/Getty Images

Leik Leeds og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi þriðjudag hefur verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Leeds.

Þrátt fyrir að leikir dagsins hafi ekki veri hafnir þegar ákvörðunin var tekin er strax farið að fresta leikjum í næstu umferð sem hefst á þriðjudagskvöld.

Leeds átti að spila við Liverpool í hádeginu í dag, en þeim leik var einnig frestað vegna smita innan herbúða Leeds.

Á opinberri heimasíðu Leeds er tekið fram að engin ný kórónuveirusmit hafi greinst innan liðsins, en stærstur hluti þeirra leikmanna sem greindust fyrir leikinn sem ekki varð gegn Liverpool í dag sé enn í einangrun.

Þá getur Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa andað léttar, en hann greindist með veiruna í dag og hefði misst af leiknum á þriðjudaginn vegna þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×