Missa bara af tveimur umferðum vegna „velvildar“ afríska sambandsins Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 10:30 Mohamed Salah og Sadio Mané missa í mesta lagi af tveimur deildarleikjum með Liverpool vegna Afríkumótsins. Getty/Shaun Botterill Jafnvel þó að Egyptaland kæmist í úrslitaleik Afríkumótsins í fótbolta myndi Mohamed Salah aðeins missa af tveimur deildarleikjum með Liverpool, vegna „velvildar“ afríska knattspyrnusambandsins. Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin) Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira