„Ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 13:01 Jürgen Klopp og Jordan Henderson eru meðal þeirra sem bent hafa á að leikjaálagið er afar mikið hjá leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin. EPA/Peter Powell Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, segir Pep Guardiola, Jürgen Klopp og fleirum að hætta að kvarta yfir miklu álagi á leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta yfir jólavertíðina. „Nú er nóg komið. Spilið leikina og sinnið ykkar vinnu. Þið fáið allt of mikið borgað,“ sagði Simon Jordan sem lét vaða á súðum í hlaðvarpsþætti Talksport eftir ummæli nokkurra af aðalsöguhetjum enska boltans í aðdraganda jóla. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafði til að mynda sagt að enginn virtist hugsa um heilsu leikmanna. Guardiola mun samkvæmt Daily Mail hafa stungið upp á því á félagafundi að leikmenn færu í verkfall til að mótmæla leikjaálaginu um jól, og Klopp hefur síðustu sex ár bent á að ekki sé hugsað um heilsu leikmanna með leikjaflóðinu um jól. Mun fleiri hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Simon Jordan er harður á því að stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar ættu ekki að veigra sér við því að mæta til vinnu um jólin og frekar að vera þakklátar fyrir hlutskipti sitt. „Ég veit ekki hvers konar fólk við erum að ala upp en það er í léttivigt. Ég þoli þetta ekki lengur. Sýnið smá karakter. Harkið af ykkur. Menn eru til í alla kostina sem þessu fylgja, sættið ykkur við gallana,“ sagði Jordan. Btw nothing wrong with #MCDONALDS . I was referring to the money rather than the job value https://t.co/I5fQvfvmRx— Simon Jordan (@Sjopinion10) December 23, 2021 „Fótbolti byggir á einhverri menningu þar sem fólk er alltaf að búa til afsakanir. Ég er þó sammála því, og það er þeim að kenna að hafa ekki kosið með því, er að leyfa fimm skiptingar. En ef þeir fá fimm, þá munu þeir vilja sjö. Og ef þeir fá sjö skiptingar þá vilja þeir tíu,“ sagði Jordan. „Það er sama hvað maður gefur fólki, það er aldrei nóg. Hvað með að spá í hvað maður hefur það gott? Hvað með að klípa sig til að skilja hversu ótrúlega heppinn maður er? Því ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds,“ sagði Jordan. Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
„Nú er nóg komið. Spilið leikina og sinnið ykkar vinnu. Þið fáið allt of mikið borgað,“ sagði Simon Jordan sem lét vaða á súðum í hlaðvarpsþætti Talksport eftir ummæli nokkurra af aðalsöguhetjum enska boltans í aðdraganda jóla. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafði til að mynda sagt að enginn virtist hugsa um heilsu leikmanna. Guardiola mun samkvæmt Daily Mail hafa stungið upp á því á félagafundi að leikmenn færu í verkfall til að mótmæla leikjaálaginu um jól, og Klopp hefur síðustu sex ár bent á að ekki sé hugsað um heilsu leikmanna með leikjaflóðinu um jól. Mun fleiri hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Simon Jordan er harður á því að stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar ættu ekki að veigra sér við því að mæta til vinnu um jólin og frekar að vera þakklátar fyrir hlutskipti sitt. „Ég veit ekki hvers konar fólk við erum að ala upp en það er í léttivigt. Ég þoli þetta ekki lengur. Sýnið smá karakter. Harkið af ykkur. Menn eru til í alla kostina sem þessu fylgja, sættið ykkur við gallana,“ sagði Jordan. Btw nothing wrong with #MCDONALDS . I was referring to the money rather than the job value https://t.co/I5fQvfvmRx— Simon Jordan (@Sjopinion10) December 23, 2021 „Fótbolti byggir á einhverri menningu þar sem fólk er alltaf að búa til afsakanir. Ég er þó sammála því, og það er þeim að kenna að hafa ekki kosið með því, er að leyfa fimm skiptingar. En ef þeir fá fimm, þá munu þeir vilja sjö. Og ef þeir fá sjö skiptingar þá vilja þeir tíu,“ sagði Jordan. „Það er sama hvað maður gefur fólki, það er aldrei nóg. Hvað með að spá í hvað maður hefur það gott? Hvað með að klípa sig til að skilja hversu ótrúlega heppinn maður er? Því ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds,“ sagði Jordan.
Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira