Enski boltinn

Chilwell á leið í aðgerð og verður líklega frá út tímabilið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ben Chilwell gæti hafa leikið sinn síðasta leik á tímabilinu.
Ben Chilwell gæti hafa leikið sinn síðasta leik á tímabilinu. Robin Jones/Getty Images

Ben Chilwell, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, er á leið í aðgerð á hné og gæti því verið frá keppni út tímabilið.

Frá þessu er greint á opinberri heimsíðu Chelsea, en Chilwell skaddaði fremra krossband í 4-0 sigri Chelsea gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu þann 23. nóvember síðastliðinn.

Lundúnaliðið lét Chilwell byrja strax í endurhæfingu eftir meiðslin í von um það að hann þyrfti ekki á aðgerð að halda, en bakvörðurinn hefur skoraði þrjú mörk og gefið eina stoðsendingu í aðeins sex deildarleikjum á tímabilinu.

Chilwell fór í myndatöku eftir að hann meiddist og þar kom í ljós að hann hafði rifði fremra krossbandið að hluta, og á þeim tíma sagði Thomas Tuchel, stjóri liðsins, að næstu sex vikur myndu leiða það í ljós hvort að leikmaðurinn þryfti á aðgerð að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×