Enski boltinn

Búið að fresta leik Everton og Newcastle

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leik Everton og Newcastle hefur verið frestað.
Leik Everton og Newcastle hefur verið frestað. Vísir/Getty

Leikur Everton og Newcastle sem átti að fara fram næstkomandi fimmtudag í ensku úrvalsdeildinni verður að bíða betri tíma, en vegna fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan herbúða Newcastle hefur leiknum verið frestað.

Því miður ætti fólk að vera farið að venjast því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni, sem og annarsstaðar, er frestað vegna veirunnar, en að þessum leik meðtöldum er nú búið að fresta 16 leikjum í efstu deild Englands á undanförnum dögum og vikum.

Það var að beiðni Newcastle sem forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ákváðu að fresta leiknum, en eins og áður segir setur fjöldi kórónuveirusmita og meiðsla innan herbúða liðsins strik í reikninginn.

Samkvæmt reglum úrvalsdeildarinnar þurfa lið að spila leikina ef 13 leikmenn eru leikfærir, þar af einn markvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×