Danny Welbeck heggur skarð í titilbaráttu Chelsea Atli Arason skrifar 29. desember 2021 21:35 Danny Welbeck, leikmaður Brighton & Hove Albion. vísir/Getty Brighton & Hove Albion sótti óvænt stig á Stambord Bridge í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea þurfti á sigri til að halda í við topplið Manchester City sem getur með sigri í hinum leik kvöldsins, komist í átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Chelsea er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 42 stig. Leikurinn byrjaði vel fyrir Chelsea en það var nóg að gera hjá Robert Sanchez, markverði Brighton, þangað til að Chelsea komst yfir á 28. mínútu leiksins með kollspyrnu frá Romelu Lukaku eftir hornspyrnu Mason Mount. Gestirnir frá Brighton virtust eflast við markið og voru líklegri til að skora næsta mark leiksins en það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var mun meira að gera hjá Eduard Mendy, markverði Chelsea, en kollega hans hinu megin. Gestirnir héldu pressu sinni áfram í síðari hálfleik. Á 79. mínútu kemur Danny Welbeck inn á leikvöllinn fyrir Mac Allister og rúmum tíu mínútum síðar var Welbeck búinn að skora. Cucurella, bakvörður Brighton, átti þá flotta sendingu inn á vítateig Chelsea þar sem Welbeck rís yfir bæði Rüdiger og Chalobah, varnarmenn Chelsea, og skallar boltann snyrtilega í mark Chelsea á 91. mínútu leiksins, lokatölur 1-1. Enski boltinn
Brighton & Hove Albion sótti óvænt stig á Stambord Bridge í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea þurfti á sigri til að halda í við topplið Manchester City sem getur með sigri í hinum leik kvöldsins, komist í átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Chelsea er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 42 stig. Leikurinn byrjaði vel fyrir Chelsea en það var nóg að gera hjá Robert Sanchez, markverði Brighton, þangað til að Chelsea komst yfir á 28. mínútu leiksins með kollspyrnu frá Romelu Lukaku eftir hornspyrnu Mason Mount. Gestirnir frá Brighton virtust eflast við markið og voru líklegri til að skora næsta mark leiksins en það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var mun meira að gera hjá Eduard Mendy, markverði Chelsea, en kollega hans hinu megin. Gestirnir héldu pressu sinni áfram í síðari hálfleik. Á 79. mínútu kemur Danny Welbeck inn á leikvöllinn fyrir Mac Allister og rúmum tíu mínútum síðar var Welbeck búinn að skora. Cucurella, bakvörður Brighton, átti þá flotta sendingu inn á vítateig Chelsea þar sem Welbeck rís yfir bæði Rüdiger og Chalobah, varnarmenn Chelsea, og skallar boltann snyrtilega í mark Chelsea á 91. mínútu leiksins, lokatölur 1-1.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti