Manchester City með 8 stiga forystu á toppi deildarinnar í lok ársins

Atli Arason skrifar
Manchester City v Leicester City - Premier League
Getty/Alex Pantling

Manchester City vann 1-0 sigur á nýliðum Brentford í síðasta leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. 

Eina mark leiksins kom á 16. mínútu leiksins þegar Phil Foden, leikmaður Manchester City, stýrir boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá hinum belgíska Kevin De Bruyne. Stuttu áður komst Brentford nálægt því að skora en Joao Cancelo bjargaði á marklínu og City brunaði upp í skyndisókn og skoraði hinu megin.

Brentford átti erfitt með að halda í boltann gegn vel skipulagði liði Manchester City sem var með boltann 76% af leiknum. City tókst að skora aftur á 87. mínútu og aftur var það góð fyrirgjöf De Bruyne sem skapaði markið sem Laporte skallaði í netið en VAR dæmdi markið ólöglegt þar sem Laporte var örfáum millimetrum fyrir innan varnarlínu Brentford. 

Það kom þó ekki að sök fyrir Englandsmeistarana sem unnu leikinn með einu marki gegn engu og eru nú á toppi deildarinnar með 8 stiga forskot eftir jafntefli Brighton og Chelsea í hinum leik kvöldsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira