360 gráðu heimsókn á ljósmyndasýningu RAX í München Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. desember 2021 07:01 Ragnar Azelsson og Isabel Siben forstöðumaður listasafnsins. Vísir Í München stendur nú yfir sýning Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Vísis. Sýningin hefur yfirskriftina Where the World is Melting. Sýningarstjóri er Einar Geir Ingvarsson en um er að ræða viðamestu yfirlitssýningu á verkum RAX. Ljósmyndirnar eru sýndar í nokkrum sölum hins virta Versicherungskammer Kulturstiftung listasafns. Sýningin verður opin til 13. mars á þessu ári. Mikil aðsókn hefur verið á sýninguna og nauðsynlegt hefur verið að hleypa inn á hana í hollum. Einnig er boðið upp á rafræna heimsókn á sýninguna fyrir þá sem eiga ekki heimangengt vegna faraldursins. Við ræddum við Einar Geir sýningarstjóra og Isabel Siben forstöðumann listasafnsins. Frá sýningunni Where the World is MeltingVísir Hér er hægt að skoða 360 gráðu sýningarferð um safnið. Íslendingar geta einnig skoðað sýninguna með þessum hætti. „Sýningin í Munchen er sú stærsta sem Ragnar hefur haldið og nær yfir stóran hluta af hans feril, og er mun stærri sýning en var í upphafi árs í Listasafni Reykjavíkur,“ segir Einar Geir í samtali við fréttastofu. „Þetta gallerí, Kunstfoyer der Versicherungskammer, hefur á undanförnum árum stllt sér upp meðal bestu ljósmyndagallería Evrópu og hefur sýnt stærstu nöfn ljósmyndaheimsins, þar á meðal Sebastião Salgado, Henri Cartier-Bresson, Irving Penn og Richard Avedon til að nefna nokkur nöfn. Tilgangur sýningarinnar er að sína breytingar á högum fólks á norðurslóðum sem gerast hraðar og hraðar. Myndir Ragnars eru einstakar á heimsvísu og mikilvægi þeirra hefur aldrei verið augljósara. Klukkan er að slá tólf í lífi fólks á norðurslóðum og myndir Ragnars geta opnað augu fólks fyrir þróuninni og mikilvægi skráningar á lífi á jörðinni í ljósmyndum,“ útskýrir Einar. Ljósmyndarinn segir sögurnar á bak við myndir sýnar á sýningunni.Vísir Strangar reglur fyrir gesti „Ljósmyndasýning Ragnars Axelssonar, Where the World is Melting, hefur slegið niður eins og eldingu. Milljónir áhorfenda heyrðu um Ragnar og sýninguna í fréttunum á Tagesschau í sjónvarpinu síðasta laugardag,“ segir Isabel Siben forstöðumaður listasafnsins í samtali við Vísi. „Gæði ljósmyndanna og sanngildi frásagna hreyfa djúpt við fólki.“ Frá sýningunni Where the World is Melting.Vísir Meira en þrjú hundruð gestir heimsækja sýninguna alla daga en þurfa að uppfylla strangar kröfur til þess að fá aðgöngu og vera með grímu og gæta sóttvarna. „Gestir þurfa að bóka sig á ákveðin tímapláss, sýna bólusetningarvottorð, nýtt neikvætt Covid-próf eða vottorð um örvunarbólusetningu,“ útskýrir Isabel. Hún segir mikinn heiður að fá ljósmyndirnar á safnið. Frá sýningunni Where the World is Melting.Vísir „Ragnar er ekki aðeins framúrskarandi ljósmyndari, blaðamaður og vitnisburður um þessa sögu. Hann er einnig sérfræðingur og hefur fylgst með Norðurslóðum í áratugi. Ég veit ekki um neinn annan ljósmyndara með sömu reynslu á þessu svæði.“ Einar Geir Ingvarsson hönnuður bóka RAX og sýningarstjóri sýningarinnar.Einar Geir er einnig einn framleiðanda Vísisþáttanna RAX Augnablik.Vísir Ná inn að hjartanu Isabel segist sjálf hafa verið aðdáandi ljósmyndarans til fjölda ára. Hún segir að einlægnin og raunveruleikinn í myndum RAX sé ástæða þess að hann nær að hreyfa við fólki með svo mikilum hætti. Hún segir að sýningin geri það líka ljóst hversu oft ljósmyndarinn hefur sett sig í hættu við að ná að skrásetja þessa sögu. Frá sýningunni Where the World is Melting.Vísir „Hann stillir engu upp, myndirnar ná inn að hjartanu.“ Eins og áður sagði er þetta ein yfirgripsmesta sýning sem gerð hefur verið á verkum RAX. Einnig eru persónulegir munir til sýnis á sýningunni eins og gamlar myndavélar sem hann hefur notað á sínum áratugalanga ferli sem ljósmyndari. Margar þeirra hefur hann notað við að skrásetja lífið á Norðurslóðum. Ljósmyndarinn segir sögurnar á bak við myndir sýnar á sýningunni.Vísir Framlengja sýningaropnun ef útgöngubann skellur á „Þetta eru 130 verk í heildina og margar í mjög stórri útgáfu. Breiddin og gæðin í ljósmyndunum eru svo sannarlega yfirþyrmandi. Við vonum að sýningin fái að vera opin til 13. mars árið 2022. Ef þörf er á útgöngubanni aftur þá munum við framlengja opnuninni.“ Ljósmyndir RAX og nýjasta bókin hans, Artic Heroes, hafa hlotið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Bókin hlaut á dögunum verðlaun í Frakklandi. Hér heima var bókin Hetjur Norðurslóða gefin út af forlaginu hans Qerndu en í Þýskalandi er bókin gefin út af hinu þekkta forlagi Kehrer sem einnig gefur út sýningarskrána. „Ég, Ragnar og Einar Geir gerðum fallega bók um sýninguna. Við tileinkum hana fólkinu sem eru þvinguð til að breyta aldagömlum hefðum til að aðlagast aðstæðum vegna hlýnun jarðar. Ragnar gefur þeim rödd. Við vonum að fágað og vekjandi loftlagsverkefni RAX fái mikla athygli,“ segir Isabel að lokum. Kehrer gaf út sérstaka bók um sýninguna.Vísir Aldrei áður fjallað um ljósmyndasýningu Pulitzer verðlaunahafinn Ben Taub skrifaði um ljósmyndir RAX á dögunum í The New Yorker og má lesa þá einstöku umfjöllun hér á vef miðilsins. „Sýningin hefur fengið ótrúleg viðbrögð hjá gestum og fjölmiðlum sem hafa keppst um að fjalla um sýninguna. Sem dæmi var sýningunni gerð skil í aðalfréttatíma þýska ríkissjónvarpssins. Fréttamaðurinn sem gerði fréttina sagði okkur að aldrei fyrr hafi verið fjallað um ljósmyndasýningu í aðalfréttatímanum, sem yfir tíu milljónir sjá dag hvern. Eftir fréttatímann hrundi vefsíða safnsins vegna fjölda heimsókna og nú var uppselt inn á sýninguna út árið. Á næstu dögum kemur þáttur frá sjónvarpsstöðinni Arte um Ragnar og sýninguna,“ segir Einar um viðbrögðin við sýningunni. „New Yorker er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa hvað mesta menningarlega vigt á heimsvísu. Það er því mikill heiður fyrir Ragnar að fá þessa umfjöllun sem ber hróður hans enn frekar. Það var einstaklega ánægjulegt að Pulitzer verðlaunahafinn Ben Taub skrifaði um myndirnar og bókina.“ Hér er hægt að skoða 360 gráðu sýningarferð um safnið. Á sýningunni má einnig skoða gamlar myndavélar úr eigu ljósmyndarans.Vísir RAX Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. 25. desember 2021 08:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01 Hetjur norðurslóða verðlaunuð í Frakklandi Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið. 3. desember 2021 15:33 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Ljósmyndirnar eru sýndar í nokkrum sölum hins virta Versicherungskammer Kulturstiftung listasafns. Sýningin verður opin til 13. mars á þessu ári. Mikil aðsókn hefur verið á sýninguna og nauðsynlegt hefur verið að hleypa inn á hana í hollum. Einnig er boðið upp á rafræna heimsókn á sýninguna fyrir þá sem eiga ekki heimangengt vegna faraldursins. Við ræddum við Einar Geir sýningarstjóra og Isabel Siben forstöðumann listasafnsins. Frá sýningunni Where the World is MeltingVísir Hér er hægt að skoða 360 gráðu sýningarferð um safnið. Íslendingar geta einnig skoðað sýninguna með þessum hætti. „Sýningin í Munchen er sú stærsta sem Ragnar hefur haldið og nær yfir stóran hluta af hans feril, og er mun stærri sýning en var í upphafi árs í Listasafni Reykjavíkur,“ segir Einar Geir í samtali við fréttastofu. „Þetta gallerí, Kunstfoyer der Versicherungskammer, hefur á undanförnum árum stllt sér upp meðal bestu ljósmyndagallería Evrópu og hefur sýnt stærstu nöfn ljósmyndaheimsins, þar á meðal Sebastião Salgado, Henri Cartier-Bresson, Irving Penn og Richard Avedon til að nefna nokkur nöfn. Tilgangur sýningarinnar er að sína breytingar á högum fólks á norðurslóðum sem gerast hraðar og hraðar. Myndir Ragnars eru einstakar á heimsvísu og mikilvægi þeirra hefur aldrei verið augljósara. Klukkan er að slá tólf í lífi fólks á norðurslóðum og myndir Ragnars geta opnað augu fólks fyrir þróuninni og mikilvægi skráningar á lífi á jörðinni í ljósmyndum,“ útskýrir Einar. Ljósmyndarinn segir sögurnar á bak við myndir sýnar á sýningunni.Vísir Strangar reglur fyrir gesti „Ljósmyndasýning Ragnars Axelssonar, Where the World is Melting, hefur slegið niður eins og eldingu. Milljónir áhorfenda heyrðu um Ragnar og sýninguna í fréttunum á Tagesschau í sjónvarpinu síðasta laugardag,“ segir Isabel Siben forstöðumaður listasafnsins í samtali við Vísi. „Gæði ljósmyndanna og sanngildi frásagna hreyfa djúpt við fólki.“ Frá sýningunni Where the World is Melting.Vísir Meira en þrjú hundruð gestir heimsækja sýninguna alla daga en þurfa að uppfylla strangar kröfur til þess að fá aðgöngu og vera með grímu og gæta sóttvarna. „Gestir þurfa að bóka sig á ákveðin tímapláss, sýna bólusetningarvottorð, nýtt neikvætt Covid-próf eða vottorð um örvunarbólusetningu,“ útskýrir Isabel. Hún segir mikinn heiður að fá ljósmyndirnar á safnið. Frá sýningunni Where the World is Melting.Vísir „Ragnar er ekki aðeins framúrskarandi ljósmyndari, blaðamaður og vitnisburður um þessa sögu. Hann er einnig sérfræðingur og hefur fylgst með Norðurslóðum í áratugi. Ég veit ekki um neinn annan ljósmyndara með sömu reynslu á þessu svæði.“ Einar Geir Ingvarsson hönnuður bóka RAX og sýningarstjóri sýningarinnar.Einar Geir er einnig einn framleiðanda Vísisþáttanna RAX Augnablik.Vísir Ná inn að hjartanu Isabel segist sjálf hafa verið aðdáandi ljósmyndarans til fjölda ára. Hún segir að einlægnin og raunveruleikinn í myndum RAX sé ástæða þess að hann nær að hreyfa við fólki með svo mikilum hætti. Hún segir að sýningin geri það líka ljóst hversu oft ljósmyndarinn hefur sett sig í hættu við að ná að skrásetja þessa sögu. Frá sýningunni Where the World is Melting.Vísir „Hann stillir engu upp, myndirnar ná inn að hjartanu.“ Eins og áður sagði er þetta ein yfirgripsmesta sýning sem gerð hefur verið á verkum RAX. Einnig eru persónulegir munir til sýnis á sýningunni eins og gamlar myndavélar sem hann hefur notað á sínum áratugalanga ferli sem ljósmyndari. Margar þeirra hefur hann notað við að skrásetja lífið á Norðurslóðum. Ljósmyndarinn segir sögurnar á bak við myndir sýnar á sýningunni.Vísir Framlengja sýningaropnun ef útgöngubann skellur á „Þetta eru 130 verk í heildina og margar í mjög stórri útgáfu. Breiddin og gæðin í ljósmyndunum eru svo sannarlega yfirþyrmandi. Við vonum að sýningin fái að vera opin til 13. mars árið 2022. Ef þörf er á útgöngubanni aftur þá munum við framlengja opnuninni.“ Ljósmyndir RAX og nýjasta bókin hans, Artic Heroes, hafa hlotið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Bókin hlaut á dögunum verðlaun í Frakklandi. Hér heima var bókin Hetjur Norðurslóða gefin út af forlaginu hans Qerndu en í Þýskalandi er bókin gefin út af hinu þekkta forlagi Kehrer sem einnig gefur út sýningarskrána. „Ég, Ragnar og Einar Geir gerðum fallega bók um sýninguna. Við tileinkum hana fólkinu sem eru þvinguð til að breyta aldagömlum hefðum til að aðlagast aðstæðum vegna hlýnun jarðar. Ragnar gefur þeim rödd. Við vonum að fágað og vekjandi loftlagsverkefni RAX fái mikla athygli,“ segir Isabel að lokum. Kehrer gaf út sérstaka bók um sýninguna.Vísir Aldrei áður fjallað um ljósmyndasýningu Pulitzer verðlaunahafinn Ben Taub skrifaði um ljósmyndir RAX á dögunum í The New Yorker og má lesa þá einstöku umfjöllun hér á vef miðilsins. „Sýningin hefur fengið ótrúleg viðbrögð hjá gestum og fjölmiðlum sem hafa keppst um að fjalla um sýninguna. Sem dæmi var sýningunni gerð skil í aðalfréttatíma þýska ríkissjónvarpssins. Fréttamaðurinn sem gerði fréttina sagði okkur að aldrei fyrr hafi verið fjallað um ljósmyndasýningu í aðalfréttatímanum, sem yfir tíu milljónir sjá dag hvern. Eftir fréttatímann hrundi vefsíða safnsins vegna fjölda heimsókna og nú var uppselt inn á sýninguna út árið. Á næstu dögum kemur þáttur frá sjónvarpsstöðinni Arte um Ragnar og sýninguna,“ segir Einar um viðbrögðin við sýningunni. „New Yorker er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa hvað mesta menningarlega vigt á heimsvísu. Það er því mikill heiður fyrir Ragnar að fá þessa umfjöllun sem ber hróður hans enn frekar. Það var einstaklega ánægjulegt að Pulitzer verðlaunahafinn Ben Taub skrifaði um myndirnar og bókina.“ Hér er hægt að skoða 360 gráðu sýningarferð um safnið. Á sýningunni má einnig skoða gamlar myndavélar úr eigu ljósmyndarans.Vísir
RAX Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. 25. desember 2021 08:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01 Hetjur norðurslóða verðlaunuð í Frakklandi Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið. 3. desember 2021 15:33 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. 25. desember 2021 08:01
RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01
RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01
Hetjur norðurslóða verðlaunuð í Frakklandi Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið. 3. desember 2021 15:33