Lífið

Það gerist ýmislegt á bak við tjöldin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elísabet Inga Sigurðardóttir gleypti sjó í beinni útsendingu á árinu. Það var þó ekki með ráðum gert og stóð því síður lengi yfir.
Elísabet Inga Sigurðardóttir gleypti sjó í beinni útsendingu á árinu. Það var þó ekki með ráðum gert og stóð því síður lengi yfir. Vísir

„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni.

Á fréttastofu sem stendur vaktina alla daga ársins skiptast á skin og skúrir. Mistök eru gerð en þá getur verið mikilvægt að hafa húmor fyrir sjálfum sér.

Í desember hafa fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjað upp árið 2021 í formi stuttra annála. Nú er komið að þeim síðasta þar sem skyggnst er á bak við tjöldin á fréttastofunni. Annállinn er unninn af Sólrúnu Sigmarsdóttur klippara fréttastofunnar.

Fréttastofa þakkar áhorfið á annálana, minnir á fréttatíma Stöðvar 2 á hádegi á morgun, gamlársdag, og svo Kryddsíld klukkan 14 sama dag. Við hlökkum svo til að flytja ykkur fréttir á nýju ári.

Á Stöð 2 Vísi eru annálarnir í ár spilaðir reglulega auk eldri annála fréttastofunnar. Hægt er að horfa á Stöð 2 Vísi hér að neðan, á rás 5 hjá viðskiptavinum Vodafone og á rás 8 hjá viðskiptavinum Símans.


Tengdar fréttir

Kynþokkafyllsta yfirferð ársins

Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa.

Ár hinna ósögðu sagna

Eitruð karlmennska, gerendameðvirkni, útilokunarmenning, þolendaskömmun. Þetta eru orð sem reglulega báru á góma á árinu sem nú er að líða, árinu sem MeToo bylgjan tók á sig breytta mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.