Segir að Ronaldo hafi slæm áhrif á samherjana og þeir séu hræddir við hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Cristiano Ronaldo fórnaði höndum í tíma og ótíma gegn Newcastle United. getty/Owen Humphreys Cristiano Ronaldo hefur slæm áhrif á samherja sína hjá Manchester United og þrír leikmenn liðsins eru hræddir við hann. Þetta segir Gabriel Agbonlahor, fyrrverandi leikmaður Aston Villa. Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira