Sextán ára kvikmynd margoft hjálpað Newcastle að fá leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 14:15 Kvikmyndin Goal! hafði meðal annars áhrif á framherjann Callum Wilson, sem hér fagnar marki með Joelinton, þegar hann ákvað að semja við Newcastle. Skjáskot og Getty Kvikmyndir geta verið afar áhrifaríkar og það er óhætt að segja að myndin Goal! frá árinu 2005 hafi haft mikil áhrif fyrir enska knattspyrnufélagið Newcastle. Eftir að Sádi-Arabar tóku yfir Newcastle í haust er þess beðið með eftirvæntingu í borginni hvaða leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnast nú um áramótin. Nú hefur félagið úr nægum fjármunum að spila og getur heillað leikmenn með vænum launapakka en það hefur ekki alltaf verið raunin. BBC fjallar um það í dag að það hafi spilað inn í ákvörðun margra leikmanna í gegnum tíðina, um að koma til Newcastle, að hafa séð kvikmyndina Goal. Hún fjallar um ungan Mexíkóa sem fer til Newcastle og verður stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti maður Newcastle í vetur, Callum Wilson, kom til að mynda frá Bournemouth sumarið 2020 þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Þegar hann útskýrði val sitt sagði hann meðal annars: „Sonur minn er að komast á þann aldur að hann horfir meira á kvikmyndir og fótbolta. Hann horfði á Goal! svo að ég sá hana með honum og þar snerist allt um Newcastle. Þetta gerði strákinn í mér spenntan og maður hugsaði með sér, já, þetta er félagið fyrir mig.“ Mexíkóskur táningur kominn til Newcastle Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez kom frá Mallorca árið 2008. Í fyrra sagði hann það alltaf hafa verið draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og að hann hefði meðal annars þekkt Newcastle vegna Goal. Miðjumaðurinn Isaac Hayden sagði eitt sinn: „Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Goal. Ég var bara stráklingur og man að ég hugsaði: Vá, ef þeir eru að gera kvikmynd um Newcastle þá hlýtur það að vera svakalegt félag.“ BBC nefnir fleiri leikmenn á borð við Alsírbúann Islam Slimani, franska bakvörðinn Massadio Haidara, senegalska framherjann Papiss Cisse og brasilíska miðjumanninn Kenedy, sem allir nefndu myndina þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu valið Newcastle. Nokkur eftirvænting ríkir svo vegna þeirrar staðreyndar að mexíkóskur táningur, Santiago Munoz, kom til Newcastle fyrr á þessu ári en hann spilar með U23-liði félagsins. Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Eftir að Sádi-Arabar tóku yfir Newcastle í haust er þess beðið með eftirvæntingu í borginni hvaða leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnast nú um áramótin. Nú hefur félagið úr nægum fjármunum að spila og getur heillað leikmenn með vænum launapakka en það hefur ekki alltaf verið raunin. BBC fjallar um það í dag að það hafi spilað inn í ákvörðun margra leikmanna í gegnum tíðina, um að koma til Newcastle, að hafa séð kvikmyndina Goal. Hún fjallar um ungan Mexíkóa sem fer til Newcastle og verður stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti maður Newcastle í vetur, Callum Wilson, kom til að mynda frá Bournemouth sumarið 2020 þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Þegar hann útskýrði val sitt sagði hann meðal annars: „Sonur minn er að komast á þann aldur að hann horfir meira á kvikmyndir og fótbolta. Hann horfði á Goal! svo að ég sá hana með honum og þar snerist allt um Newcastle. Þetta gerði strákinn í mér spenntan og maður hugsaði með sér, já, þetta er félagið fyrir mig.“ Mexíkóskur táningur kominn til Newcastle Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez kom frá Mallorca árið 2008. Í fyrra sagði hann það alltaf hafa verið draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og að hann hefði meðal annars þekkt Newcastle vegna Goal. Miðjumaðurinn Isaac Hayden sagði eitt sinn: „Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Goal. Ég var bara stráklingur og man að ég hugsaði: Vá, ef þeir eru að gera kvikmynd um Newcastle þá hlýtur það að vera svakalegt félag.“ BBC nefnir fleiri leikmenn á borð við Alsírbúann Islam Slimani, franska bakvörðinn Massadio Haidara, senegalska framherjann Papiss Cisse og brasilíska miðjumanninn Kenedy, sem allir nefndu myndina þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu valið Newcastle. Nokkur eftirvænting ríkir svo vegna þeirrar staðreyndar að mexíkóskur táningur, Santiago Munoz, kom til Newcastle fyrr á þessu ári en hann spilar með U23-liði félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira