Enski boltinn

Nýársleik Leicester og Norwich frestað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leicester tekur ekki á móti Norwich á nýársdag eins og til stóð.
Leicester tekur ekki á móti Norwich á nýársdag eins og til stóð. Naomi Baker/Getty Images

Leik Leicester og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem átti að fara fram á nýársdag hefur verið frestað.

Botnlið Norwich fór fram á frestunina við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og fengu hana í gegn sökum fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan liðsins.

Leikur Leicester og Norwich er þá sautjándi leikurinn sem hefur verið frestað á síðustu dögum og vikum af völdum kórónuveirufaraldrusins.

Eins og áður segir situr Norwich á botni ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig eftir 19 leiki, en liðið hefur tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum og er án sigurs í seinustu sjö.

Leicester situr hins vegar í níunda sæti með 25 stig eftir 18 leiki. Jólatörnin hefur verið sérstök hjá liðinu, en Leicester tapaði 6-3 gegn Englandsmeisturum Manchester City á öðrum degi jóla, áður en liðið vann 1-0 sigur gegn Liverpool tveimur dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×